Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 78
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201476
Aðstæður
Jörðin Deild í Fljótshlíð hefur tengst fjölskyldunni í
meira en 250 ár svo taugar hennar rista þar djúpt. Í
Árbók Ferðafélags Íslands 1931 er fjallað um Fljóts-
hlíð. Þar segir m.a. „tún eru þar mikil og grasgefin og
ágæt skilyrði til grasræktar“. Þetta lýsir í hnotskurn
kostum og göllum aðstæðna þar fyrir trjárækt í túnum
sem ræktuð hafa verið í þúsund ár. Grasið gefur sig
ekki og eftir tuttugu ára baráttu er ekki að sjá neina
undangjöf nema þar sem laufþekja trjánna hefur hulið
grassvörðinn dimmum skugga í mörg ár. Jarðvegur-
inn er frjósamur og flokkast sem brúnjörð
(andosol). Slíkur jarðvegur er ríkur af lífrænum efnum,
inniheldur allofan-leir og myndar kúluklasa úr
smáum moldarkúlum í efstu 10-20 cm. Þar sem hlíð-
inni hallar nokkuð bratt á móti suðri er lítil hætta á
næturfrostum á sumrin, kal fátítt og inngeislun sólar
meiri en ella væri. Vatn sígur fram undan hallanum
eins og sést í skurðum sem grafnir hafa verið þvert á
brekkuna. Það nýtist trjágróðrinum vel.
Upphaf trjáræktar
Lítill trjágarður hefur lengi verið í Deild en sú trjárækt
sem hér er til umræðu hófst 1993. Þá var leitað ráða
hjá skógræktarmönnum með staðarþekkingu en
ábendingar þeirra voru ekki uppörvandi. Þeir bentu
m.a. á að stíf austanátt og langvarandi skafrenningur
að vetri myndi líklega granda verkefninu. Þetta var
eðlileg ályktun enda segir sagan að fáum árum áður
hafi gert skaraveður í Fljótshlíð sem m.a. skóf málningu
af húsum ofan snjólínunnar og klippti ofan af trjám
sem fyrir því urðu. Væntanlegt ræktunarsvæði stóð
algerlega opið fyrir öllum veðrum án nokkurs skjóls
eins og sjá má á 1. mynd. Áhugafólk úr röðum vina
og kunningja leit öðruvísi á möguleikana og bentu á
að með útsjónarsemi og rúmum tíma gæti trjárækt
blessast eins og sjá mætti í gamla garðinum. Áhættan
væri hverfandi en sennilega þyrfti að strita meira
til að ná árangri en við skjólbetri aðstæður. Byggt á
þessu var ráðist í verkefnið þrátt fyrir litla reynslu og
þekkingu. Fyrst var ræktunarsvæðið girt, það skipu-
lagt og svo valdar nokkrar tegundir til að taka fyrsta
slaginn. Sumarið 1993 var aðallega plantað berróta
víðitegundum og bakkaplöntum af birki, ösp, gráelri
og rússalerki.
Veturinn eftir var eins og flestir fyrri vetur og mat
skógræktarmannanna rættist að mestu. Allt gráelrið
og rússalerkið drapst. Það sem eftir lifði af öðrum teg-
undum var bertálgað niður hálfan stofninn og niður í
rót á þeirri hlið sem var áveðurs. Þrátt fyrir
Tuttugu ára trjárækt
í Deild í Fljótshlíð
Fyrri grein
1. mynd. Deild í Fljótshlíð - yfirlitsmynd. Trjáræktin er ofan og hægra megin við græna íbúðarhúsið en gróðurhús er vinstra megin.