Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 79

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 79
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 77 þetta var ákveðið að reyna aftur. Allt tiltækt lesefni var innbyrt og birgjar heimsóttir til að meta sóknar- færin. Ljóst var að ekkert gengi án skjóls. Ekki var hægt að bíða eftir því að víðitegundirnar sköffuðu skjólið enda höfðu þær orðið fyrir sömu búsifjum og aðrar tegundir. Ekki var þó hætt við víðinn. Hjá Sölu- félagi garðyrkjumanna fannst möguleg lausn. Það var metra breitt sterkbyggt plastnet frá svissneska framleiðandanum Tenex sem selt var í 15 m rúllum. Í nokkrum lotum næstu árin var keypt meira en 300 m af þessu skjólneti og það fest niður með 7x180 cm tréstaurum með 1 m millibili. Það dugði – slagurinn var unninn. Skjólmyndun Virkni skjólgirðinganna kom berlega í ljós við fyrsta áhlaupið veturinn 1994-5. Skaflinn skjólmegin teygð- ist allt að 30 m út frá netinu og allt að 8 metra áveð- urs. Á grundvelli þessa var sú vinnuregla tekin upp að hafa hámarks fjarlægð á milli samhliða skjólneta um 25 m. Í upphafi var stefnt að því að byggja upp skjól með þriggja raða víðibelti og með sitkagreni í skjóli þeirra. Tólf kvæmi af alaskavíði voru sett niður. Mest af Hrímu (> 1000 stk.). Sex klón voru af jörfavíði og ellefu önnur klón og tegundir. Helmingur þeirra reyndist lélegur og endingarlítill. Skjólgildi þeirra rýrnaði fljótt þegar þeir gisnuðu við greinadauða og þegar stofnar þeirra lögðust út af um nokkra metra. Alaskavíðir reyndist betur en jörfavíðir, einkum klónin Hríma, Máni, Mjölnir, Oddur guli, Skessa og Töggur. Þegar um tíu ára reynsla var fengin af ræktunarstarfinu varð ljóst að áherslan á víðiskjólbelti hafði verið of mikil. Sleppa hefði mátt þeim flestum, m.a. vegna þess að sitkagrenið sem átti að vaxa í skjóli þeirra naut þess aldrei enda óx það fljótlega fram úr víðinum. Tenex skjólgirðingarnar reyndust betur. Þó verður ekki fram hjá því litið að enn standa falleg og skjólgóð belti með framangreindum klónum sem gert hafa sitt gagn. Nú fer mikil orka í að farga öðrum víðiskjól- beltum sem er ekki auðvelt verk. Komnar voru fram áhugaverðar hugmyndir um blönduð skjólbelti sem samsett væru úr mörgum misjafnlega hávöxnum tegundum af trjám og runnum sem plantað er á víxl. Ekki var talið að gróðursetning blandaðs skjólbeltis hefði breytt miklu. Þær tegundir hefðu að líkindum átt jafn erfitt með að komast á legg eins og annar trjágróður á þessum berangri. Gróðursetning og millibil Þegar ljóst varð að fyrsta gróðursetningin hafði mis- tekist var lagst í mikla þekkingarleit og voru t.d. öll Ársrit Skógræktarfélags Íslands frá upphafi lesin. Meðal annars var leitað að heppilegri fjarlægð á milli plantna við gróðursetningu. Fyrsta ábendingin var í Skógræktarritinu 1935 sem mælti með 50 – 75 cm millibili við fyrstu gróðursetningu (18-20 þús. tré/ha) með grisjun síðar. Þetta bil átti eftir að stækka í áranna rás og þéttleikinn að minnka niður í t.d. 3.500 tré/ha – sem svarar til um 1,7 m bils á milli plantna við fyrstu gróðursetningu. Þá er gengið út frá því að grisjun sé reglulegur þáttur í starfseminni eins og hún auðvitað er í alvöru skógrækt. Til grundvallar liggur vitneskjan um afföll vegna erfiðs veðurfars í skjóllitlu landi og að þéttleikinn skapar betri, og beinvaxnari tré fyrir lokafellingu. Í fullgrisjuðum skógi 2. mynd. Gráelri í einu af elstu skjólbeltunum. 3. mynd. Sitkagreni á kafi undir snjóskafli við skjólnet. Tuttugu árum síðar eru skjólnetin enn í notkun eftir að hafa margsinnis verið flutt á nýja notkunarstaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.