Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 80

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201478 standa e.t.v. eftir um 350 tré/ha (eins og er í Guttorms- lundi á Hallormsstað) – e.t.v. um tíundi hluti þess sem upphaflega var plantað. Viðhorf flesta frístundaræktenda til þéttleika og grisjunar hljóta að vera önnur. Kostnaður vegna affalla er hár bæði vegna sokkins efniskostnaðar og vinnu. Þá ráða margir illa við grisjunina og sinna henni af þeim sökum minna en þyrfti. Heppilegra er losna við grisjunina með því að tryggja plöntunum fullnægjandi uppeldi og vaxtarskilyrði og koma þeim fyrir á varanlegum og tryggum vaxtarstað þótt það kosti meiri vinnu og tíma í upphafi. Skjólgirðingarnar gerðu örugga plöntun bakka- plantna mögulega og var sitkagreni upphaflega gróðursett með 3 m millibili (rúmlega 1.100 plöntur á ha). Nokkrum árum seinna varð sýnt að til að halda heppilegu ljósmagni í trjáreitunum þyrfti að fjarlægja þriðju hverja plöntu enda voru náttúruleg afföll mjög lítil. Best hefur reynst að stinga grenið upp áður en það nær eins metra hæð. Ef það væri gert síðar yrðu flutningar erfiðir án véla. Í framhaldinu hefur sitkagreni verið plantað með 4-5 m millibili. Kostnaður við skjólgirðingar er umtalsverður og augljós ávinningur að komast hjá því að nota þær nema í brýnni þörf. Því var ráðist í að framrækta smá- plöntur (t.d. bakkaplöntur) í beðum sem eru í skjóli af eldri trjám. Þetta útheimtir talsverða vinnu og hefur leitt til þess að margar tegundir eru ekki gróðursettar á varanlegum stað fyrr en þær eru orðnar fjögurra til sex vetra. Þær hafa þá staðið í ræktunarbeði í allt að fjögur ár og orðnar hátt í metri á hæð. Sáning og uppeldi Þegar hin reglubundnu ræktunarstörf voru komin í góðan farveg hófust þreifingar með sáningu og uppeldi smáplantna. Það var hluti af ánægjunni en einnig mikilvægur þáttur í að halda kostnaði innan hóflegra marka. Þessi starfsemi efldist með tilkomu gróðurhúss sem er með glerjaða suðurhlið og suður- þak en er að öðru leyti einangruð timburbygging sem nýtist einnig sem vélageymsla. Ferli þessarar uppeldisstarfsemi hefur þróast smátt og smátt og er nú í stórum dráttum þannig: 1. Yfirleitt er sáð í mars en þá nýtast sólardagar til að byggja upp varma í húsinu til að mæta einstaka frostnótt sem búast má við á þessum tíma. Priklun er í sumarbyrjun og stundum umpottun að hausti. Ung- plönturnar eru óslitið í húsinu fram undir júní á öðru ári. Kosturinn við að sá snemma er að plönturnar ná lengri vaxtartíma og byggja upp næringarforða og frostþol fyrir fyrsta veturinn. 2. Ársgamlar plöntur eru settar út í júní og standa þar í skjóli til loka september eða fram í október. Að því er stefnt að þær hausti sig úti. Umpottun er í ágúst. Flestar plöntur á öðru ári eru aftur teknar á hús en vegna takmarkaðs innipláss eru þær harðgerðari settar í lokaða útikassa. 3. Eftir tvo vetur fara langflestar plöntur endanlega út úr húsinu. Tegundum sem eiga að lifa í takmörkuðu skjóli er plantað í uppeldisreiti, t.d. greni, fura og lerki. Öðrum tegundum er umpottað og í október settar í skjólgerði til vetursetu. Meðal þeirra er birki, elri, heggur, hlynur, kirsi, reynir og þinur. 4. Viðkvæmari tegundum eins og beyki, stilkeik, lífviði, lind, rauðviði, sýprus og þöll er umpottað síðla sumars á öðru árinu og fluttar í hús í október til dvalar þriðja veturinn þar. 5. Í einstaka tilfellum er metið hvort viðkvæmustu 4. mynd. Dögglingsþyrnir (Crataegus douglasii) í góðu skjóli. 5. mynd. Sitkagreni og mýrarlerki í uppeldisreit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.