Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 87

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 87
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 85 að slíku rannsóknastarfi hefur lítið verið sinnt frá efnahagshruninu árið 2008. Því beinir fundurinn því til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis að finna leiðir til þess að fjár- magna efldar rannsóknir á vistfræðilegum áhrifum skógræktar, svo vega megi og meta rök með og móti skógrækt á grundvelli vísindalegrar þekkingar. 3. ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Akra- nesi 15.-17. ágúst 2014, tekur undir með ríkisstjórn og atvinnulífi að þörf sé á að fara yfir lög og reglur er lúta að atvinnulífinu í landinu til að auka skilvirkni og gagnsæi. Það á ekki síður við um lagaumhverfi skóga, skógræktar og annarrar landnýtingar sem eru mikilvæg atvinnulífi og lífsafkomu þjóðarinnar. Fundargestir njóta góða veðursins og gróðursins í Álfholtsskógi. Vett- vangsferðir eru mikilvægur þáttur aðalfunda Skógræktarfélags Íslands, því þar gefst fundargestum bæði tækifæri til að sjá skógarreiti sem þeir hafa oft ekki komið í áður og til að ræða málin við gamla og nýja félaga í skógræktarhreyfingunni. Mynd: RF Vettvangsferð föstudagsins endaði í Garðalundi, þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur og runnu þær ljúflega ofan í fundargesti. Mynd: RF Garður Jóns Guðmundssonar á Akranesi skoðaður. Jón er þekktur fyrir eplarækt sína í garðinum, en ótal fjöldi annarra plantna vex þar einnig og mátti sjá margt áhugavert og fallegt þar. Mynd: RF Stefán Teitsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Akraness, segir frá ræktun félagsins í Slögu í hlíðum Akrafjalls, en þar er nú að vaxa upp hinn myndarlegasti skógur. Mynd: RF

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.