Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 89

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 89
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 87 rækt eru margföld á við tækifæri Norðmanna. Hér er mikið hentugt land til reiðu og ekkert því til fyrir- stöðu að hefjast handa með litlum fyrirvara. 5. ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands haldinn á Akra- nesi dagana 15.-17. ágúst 2014 ályktar. Senn eru liðin 80 ár frá friðun Bæjarstaðaskógar. Skógræktarfélag Íslands og Skógrækt ríkisins tóku þá höndum saman við bændur í Skaftafelli og safnað var fjármunum til að girða skóginn af fyrir búfjárbeit. Litlu mátti muna að Bæjarstaðatorfan sem skógurinn óx á yrði upp- blæstri að bráð og hlyti sömu örlög og 95% skógar- þekjunnar frá landnámi. Við beitarfriðun og upp- græðslu sköpuðust skilyrði fyrir sjálfsáningu Bæjar- staðaskógar utan skógarins en grasgefinn skógar- botn gaf ekki færi á slíku innan hins aldurhnigna skógar. Bæjarstaðaskógur hefur lengi verið aðal- uppspretta þess erfðaefnis ilmbjarkar sem notað hefur verið í skógrækt og vaxa birkiskógar af Bæjar- staðauppruna nú um allt land. Lagt er til að sögu þessari verði gerð góð skil í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá friðun Bæjarstaðaskógar. 6. ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Akra- nesi 15.-17. ágúst 2014, leggur til að unnið verði að samstilltu átaki opinberra aðila og skógræktarfélaga í að nýta lúpínubreiður til skógræktar, bæði í þéttbýli og víðsvegar um land. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til samráðsnefndar um Landgræðslu- skógaverkefnið að aukin áhersla verði á ræktun landgræðsluskóga í lúpínubreiðum. Skógræktarhreyfingin fagnar vilja núverandi stjórn- valda til raunverulegs samráð við hagsmunaaðila og lýsir yfir vilja sínum til að leggja þessu mikilvægu áformum lið. 4. ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Akra- nesi 15.-17. ágúst 2014, vekur athygli íslenskra stjórn- valda á þeirri stefnu sem norsk stjórnvöld hafa markað, að auka bindingu gróðurhúsalofttegunda með aukinni nýskógrækt. Norskir skógar binda nú um 60% þeirra kolefnisígilda sem losna út í andrúms- loftið í formi gróðurhúsalofttegunda þar í landi. Þetta hlutfall vilja Norðmenn auka. Noregur er þekktur fyrir að vera að miklu leyti þakinn skógi en til samanburðar er Ísland þekkt fyrir hið gagnstæða. Auk verkefna heima fyrir vinna Norðmenn með öðrum þjóðum að skógræktarverkefnum, meðal annars í þróunarlöndum. Tækifæri Íslendinga til bindingar kolefnis með skóg- Fundargestir skoða sig um í garðinum að Gröf í Hvalfjarðarsveit. Mynd: RF Fjórir félagar í Skógræktarfélögum Akraness og Skilmannahrepps voru heiðraðir fyrir störf sín í þágu skógræktar og voru það (f.v.) Bjarni O.V. Þóroddsson, Guðjón Guðmundsson, Þóra Björk Kristinsdóttir og Stefán Teitsson. Færði Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, þeim viðurkenningarskjal og blómvönd. Mynd: Hrefna Einarsdóttir Fastur liður á aðalfundi eru fræðsluerindi. Hér segir Else Möller skóg- fræðingur frá ræktun jólatrjáa á Íslandi og hvernig bæta má gæði og magn trjáa í ræktuninni. Mynd: RF

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.