Kjarnar - 01.09.1950, Page 32
drengnum á Champs Elysées?“ Hún hafði ekki hugsað
um neitt annað fremur en ég, síðan við mættum honum.
Henni var órótt innanbrjósts, alveg eins og mér. En hún
var betri og hreinskilnari en móðir hennar og þess vegna
kannaðist hún hiklaust við það.
„Ég hikaði eitt augnablik. „Það er alveg rétt, hjartað
mitt,“ sagði ég. Þessi eina hugsun, sem elti okkur, hafði
gert það að verkum að við gengum óvanalega hart. Við
áttum enn eftir tuttugu mínútur. Ég leigði vagn, og við
Súsanna stigum upp í hann. Ökumaðurinn ók allt hvað
af tók í áttina til Champs Elysées, því ég hafði lofað hon-
um góðri aukaþóknun. Við Súsanna héldumst í hendur,
og þið megið vera viss um, að okkur leið ekkert vel. Ef
hann skyldi nú vera farinn. Hvernig færi, ef við gætum
ekki fundið hann. Þegar við komum að horninu, þar sem
við höfðum mætt honum, stukkum við út og litum upp
og ofan eftir strætinu. Drengurinn var allur á burt. Við
fórum til konu, sem leigir stóla þar skammt frá, og
spurðum hana eftir honum. Hún hafði séð drenginn.
Hann var ekki einn af þeim beiningabörnum, sem höfðu
bækistöð sína á þessu horni. Ekki vissi hún, hvert hann
hafði farið. Tíminn var naumur, og við ætluðum rétt að
fara að hætta við svo búið, þegar Súsanna kom allt í
einu auga á hann, þar sem hann lá undir tré, steinsofandi,
með hattinn tómann milli knjánna. Súsanna læddist til
hans á tánum og lét dálítinn gullpening í hattinn hans.
Ég veit að það var óskynsamlegt, en við föðmuðum hvor
aðra eins og við hefðum frelsazt frá miklum voða.“
Framh. á bls. 49
30
Kjarnar — Nr. 13