Kjarnar - 01.09.1950, Page 50

Kjarnar - 01.09.1950, Page 50
honum þá fregn, að kona krónprinsins væri barnshaf- andi: „Guð blessi föðurinn, hver sem hann er.“ Það var hin mesta ógæfa, að ekki var til erfingi að krúnunni. Fólk bað til guðs um að krónprinsinum mætti verða barna auðið, svo bundinn yrði endir á alla óvissu og bægt frá hættu á deilum og togstreitu út af ríkis- erfðunum, sem vel gat haft í för með sér landamissi. Því þó Friðrik af Hessen, sonur landgreifafrúarinnar gæti að lögum orðið konungur 1 Danmörku þá gat hann ekki erft Slésvík og Holtsetaland því þar mátti enginn kvenliður í milli koma. Svo var hitt að Friðrik prins var líklegur til að verða kjörfursti í Hessen og margir agn- úar á að hann gæti um leið verið konungur í Danmörku. Þó kvonfang Kristjáns prins fæli ekki í sér neina nær- liggjandi möguleika til konugdóms í Danmörku var hann þó bimdinn því landi fastari böndum eftir en áður. Konungur fékk ungu hjónunum bústað í Gulu höllinni í Amalíugötu og tókst þar hið gæfuríkasta heimilislíf. Liðsforingjalaun prinsins hrukku skammt og brátt hlóðst á ómegð. Vafalaust hafa landgreifinn og konungur báðir styrkt prinsinn endrum og eins, en mjög sparsamlega varð á öllu að halda. Það var hald manna að prinsinn hefði orðið að taka að sér kennslu í teikningu og dansi til að afla sér fjár, en ekki eru neinar sönnur á slíku. Kristján prins hélt brúðkaup sitt hinn 26. maí, 1842. Fáum vikum síðar sendi konungur hann í sinn stað til Pétursborgar til að vera við silfurbrúðkaup keisarans. Prinsinn tókst þessa ferð á hendur glaður í huga og minntist dýrðardaganna í London. Þessi ferð kom hon- i 48 Kjarnar — Nr. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.