Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 63
bending. Sá, sem skrifað hefur bréfið, er maður sá, sem
fékk Vilhjálm upp úr rúminu á þessum tiltekna tíma.
En hvar er hinn hluti bréfsins?“ „Ég rannsakaði morð-
staðinn mjög nákvæmlega í von um að finna hann þar,“
sagði lögreglustjórinn. „Bréfið hefur verið hrifsað úr
hendi hins dauða? En hvers vegna hefur það verið gert?
Af því það hefði getað komið upp um morðingjann.
Hvað hefur hann gert af því? Sennilega stungið því á
sig, án þess að taka eftir, að eitt hornið af því hefur orðið
eftir í hendi hins dauða. Næðum við nú í hinn hluta
bréfsins, værum við vissulega komnir vel á veg.“
„Hvernig skyldum við geta komizt í vasa morðingjans
áður en við getum tekið hann sjálfan?“ „Þetta atriði er
eftirtektarvert. En svo er annað atriði, sem maður rekur
sig strax á. Bréfið var sent Vilhjálmi; sá maður sem
skrifaði það, getur ekki verið sá sami, sem hefur tekið
það, því þá hefði hann sagt honum með orðum hvað
hann vildi. „Hann hefur þá fært honum bréfið. Eða er
það máske komið með póstinum?“ „Þetta hef ég líka
spurt mig fyrir um,“ sagði lögreglustjórinn. „Vilhjálmur
fékk í gær bréf með kvöldpóstinum, og reif sundur um-
slagið.“ „Það er ágætt!“ sagði Holmes, og klappaði á öxl
lögreglustjórans. „Þér hafið þá talað við póstinn; það er
ánægja að vinna með yður. Þarna er hús Vilhjálms og
ef þér viljið nú koma með herra ofursti, skal ég sýna yður
morðstaðinn.“ Við gengum fram hjá hinu litla, laglega
húsi, þar sem myrti vagnstjórinn átti heima og eftir
trjágöngum upp að fallega, gamla herrasetrinu, sem
var byggt í stíl frá tímum Öxmu drottningar, og fyrir
Kjarnar — Nr. 13
61