Kjarnar - 01.09.1950, Page 66
verið auðraðin,“ sagði ungi Cunningham.“ „En hvað
grunsemd yðar snertir, að maðurinn hafi verið búinn að
brjótast inn áður en Vilhjálmur kom að honum, þá sýnist
mér hún vera fjarstæða. Ætli við hefðum þá fundið alla
hluti í röð og reglu og einskis saknað?“ „Það er undir því
komið, hvaða munum hefur verið stolið,“ sagði Holmes.
„Hér er um þjóf að ræða, sem virðist hafa mjög einkenni-
legan smekk og háttu. Gætum að því, hve einkennilegir
munir það voru, sem hann stal frá Acton, — hvað var
það? seglgarnshnota, bréfavikt og ég veit ekki hvað, en
í öllu falli var það ekki neitt merkilegt.“ „Hér megið þér
öllu ráða, herra Holmes,“ sagði gamli Cunningham, „allt
það, sem þér og lögreglustjórinn krefjist, skal verða
gert.“ „Fyrst og fremst,“ sagði Holmes, „vil ég mælast
til, að þér heitið þeim verðlaimum, sem kemur upp um
morðingjann, — þér verðið helzt sjálfur að heita þeim,
því að það gæti tekið tíma þangað til yfirvöldin gætu
komið sér saman um upphæðina, en það verður að gerast
svo fljótt sem mögulegt er. Ég hef skrifað auglýsingu
hérna á miða, og viljið þér nú gera svo vel og skrifa nafn
yðar undir? Ég held að 1000 krónur sé nægilegt.11 „Ég
vildi með ánægju gefa 10.000 krónur,“ sagði gamli mað-
urinn og tók við blaðinu og pennanum, sem Holmes rétti
honum. „Þetta er ekki alveg rétt,“ sagði Cunningham,
er hann hafði lesið blaðið. „Nú, — já, ég hripaði það upp
í flýti.“ „Nei, sjáið þér til, þér byrjið þannig: „Þriðjudag-
inn var, var framið innbrot kl. 15 mínútur yfir tólf o. s.
frv,“ en morðið var framið kl. 15 mínútur yfir éllefu.“
Mér þótti þetta leiðinlegt, því ég vissi, að Holmes féll
64
Kjarnar — Nr. 13