Kjarnar - 01.09.1950, Side 67
þungt allt þess konar aðgæzluleysi. Það var einmitt ein-
kenni hans að vera mjög nákvæmur í öllum þess konar
atriðum; veiki hans hafði lamað hann og hér sá ég ljóst
vitni þess, að hann var ekki hinn sami, gamli Holmes.
Hann blygðaðist sín auðsjáanlega þegar lögreglustjórinn
glennti upp augabrýrnar og Alec Cunningham rak upp
ósvífnis kuldahlátur. Cunningham gamli leiðrétti vill-
una, og skrifaði nafn sitt undir auglýsingima og rétti
Holmes. „Viljið þér sjá um, að það verði prentað svo
fljótt sem auðið er,“ sagði hann, „ég held að þetta sé
ágæt hugmynd.“ Holmes tók við blaðinu og stakk því í
vasabók sína. „Nú legg ég til,“ sagði hann, „að við göng-
um inn og gáum vel að, hvort þessi einkennilegi inn-
brotsþjófur hefur þó ekki tekið eitthvað smávegis með
sér til minningar?“ Holmes gekk inn og rannsakaði ná-
kvæmlega dyrnar sem sprengdar höfðu verið upp. Það
var auðséð að dyrnar höfðu verið sprengdar upp með
járni. Þess sáust glögg merki. „Þér rekið þá ekki slag-
brand fyrir dyrnar á húsi yðar?“ sagði Holmes. „Við
höfum aldrei haft ástæðu til þess.“ „Þér hafið ef til vill
ekki einu sinni varðhund?“ „Jú, en hann er bundinn
hinum megin við húsið.“ „Hvenær fer fólk yðar vana-
lega að hátta?“ „Um klukkan 10.“ „Þá hefur Vilhjálmur
verið vanur að hátta um það leyti?“ „Já.“ Það er undar-
legt, að hann hefur venju fremur verið seint á ferli þetta
kvöld. En æskilegt væri, að oss leyfðist að líta inn í
híbýli yðar, Cunningham!“ Við gengum inn í rúmgott
anddyri. Til hægri handar voru dyr inn í eldhúsið, og
innst í anddyrinu lá stigi upp á loftið. Fremst í anddyr-
Kjaroar — Nr. 13
65