Kjarnar - 01.09.1950, Page 70
Við tókum hann úr klóm þeirra. Holmes var mjög fölur
og að fram kominn.
„Takið þér þessa menn fasta, lögreglustjóri,"' stundi
hann upp. „Hvers vegna?“ „Fyrir að hafa myrt Vilhjálm
vagnstjóra.“ Lögreglustjórinn horfði forviða á okkur.
„En herra Holmes,“ sagði hann loks. „Þér getið þó ekki
— það hlýtur þó vissulega að vera —
„Lítið þér þó framan í þá maður!“ æpti Holmes. Aldrei
hef ég heldur séð meðvitundina um glæp vera eins
greinilega málaða á andliti nokkurs manns. Gamli maður-
inn var alveg samanfallinn og stóð niðurlútur sem steini
lostinn. Ungi Cunningham hafði alveg misst sitt hroka-
lega útlit, sem var einkennandi fyrir hann. Andlit hans,
sem í raun og veru var frítt, var orðið afskræmt af villi-
dýrslegri grimmd og djöfullegri vonzku. Lögreglustjór-
inn sagði ekki orð, en gekk fram að dyrunum og blés
í pípu sína. Tveir lögregluþjónar komu þegar að dyrun-
um. „Ég get ekki gert annað, herra Cunningham,“ sagði
hann. Ég ímynda mér, að það komi í ljós, að þetta sé
hörmulegur misskilningur. En þér sjáið — nú, svo það
ætlið þér. Gerið þér svo vel og látið þetta af hendi.“ Um
leið og hann sagði þetta, sló hann skammbyssu úr hendi
unga Cunninghams, sem hann hafði dregið upp. „Takið
þér hana með,“ sagði Holmes og steig ofan á byssuna.
„Það getur orðið gagn að henni í réttinum. En það var
eiginlega þetta sem oss vantaði.“ Að svo mæltu rétti hann
fram bréfið. „Hinn parturinn af bréfinu?“ spurði lög-
reglustjórinn. ,yJá, reyndar." „Hvar var hann?“ „Þar
sem ég vissi að hann myndi vera. Nú skal ég skýra fyrir
68
Kjarnar — Nr. 13