Kjarnar - 01.09.1950, Side 97
Sagði ég við þá, að ég myndi gefa brúna eins og hún
lægi nú á Vestdalseyri, ef sýslubúar vildu taka það að
sér að flytja efnið að brúarstæðinu og koma brúnni
á ána. Þeir tóku báðir hið bezta í þetta. Sagði ég þeim,
að nú yrðu þeir að láta fljótt verða úr framkvæmd
verksins og bjóst við, að nú myndi afskiptum mínum
af þessari brúargerð lokið, því að bændum myndi far-
ast vel um framkvæmdina á sínum hluta verksins.
Að þessu búnu fór ég norður á Akureyri og dvaldist
fyrir norðan um sumarið. Um haustið kom ég aftur á
Seyðisfjörð og sá ég þá, að enn lá brúin þar kyrr. Var
þá allmikið horfið af brúarefninu. Hafði flóð tekið það
út um sumarið og borið það út með öllum firði. Lét ég
nú gera gangskör að því að smala efninu saman, og
fannst það allt og var flutt á sama stað.
Ég skrifaði þá sýslumönnunum og sagði þeim að ég
tæki gjöf mína aftur, ef þeir létu ekki vinda bráðan bug
að því að koma brúnni upp.
Síðan fór ég til Kaupmannahafnar og var erlendis
um veturinn. Um vorið eftir, þegar ég kom aftur til
Seyðisfjarðar, þá lá allt brúarefnið þar enn. Skrifaði ég
þá sýslumönnunum enn að nýju og sagði þeim, að með
því að þeir hefðu ekki efnt heitorð sitt, þá ætlaði ég nú
að taka brúna, flytja hana norður og láta setja hana á
Fnjóská við fæðingarstað minn Laufás, — því að þá var
mikill áhugi vaknaður fyrir norðan að fá brú á ána.
Sýslumennirnir skrifuðu mér aftur og báðu mig í öll-
um bænum að gera þetta ekki. Lofuðu þeir nú statt og
Kjarnar — Nr. 13
95