Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 100
sen, danskur verkfræðingur. Hann áleit að brúin myndi
kosta um 80.000 kr.
Þingmenn Árnesinga fóru nú fram á að þingið veitti
allt féð til brúarinnar. Ég sagði í þingræðu, að það væri
hægur vandi að heimta, en hitt væri sæmilegra, fyrst
þörfin á brúnni væri brýn og hagnaður auðsær, að þeir
legðu eitthvað fram sjálfir. Svo fór að á þinginu voru
veittar 40 þús. kr. til brúarinnar, hitt átti að koma
annars staðar frá.
Nellemann var þá íslandsráðgjafi, þorði hann ekki að
staðfesta brúarlögin, því að hann var hræddur um að
féð myndi reynast of lítið. Leið svo á annað ár að ekk-
ert var gert í málinu. Átti ég tal við Nellemann um
þetta og kvað það ófært að lögin kæmust ekki í fram-
kvæmd. Hann þverneitaði að ráða til staðfestingarinn-
ar. Taldi það með öllu óvíst, að þingið vildi bæta við
þeim 20 þús. kr., sem á vantaði eftir áætlun verkfræð-
ingsins, því að gert var ráð fyrir að sýslurnar legðu
fram 20 þús. kr. Kvað hann stjórnina geta komizt í
hinn mesta vanda, ef lögin yrðu staðfest, en fé brysti
til þess að fullgera brúargerðina.
Ég ætlaði til Austurlands þá um vorið, með póst-
skipi, en ís hindraði skipið að komast þangað og hélt
til Reykjavíkur. Þaðan hélt það vestur og ætlaði að
reyna að komast þá leið norður fyrir land. Ég þóttist
vita að það myndi ekki komast norður og varð því
eftir í Reykjavík. Þaðan brá ég mér austur yfir fjall,
til þess að skoða brúarstæðið og heyra skoðanir og álit
kunnugra manna.
98
Kjarnar — Nr. 13