Kjarnar - 01.09.1950, Síða 121
verja yður. Ég vissi ekkert um aldur yðar, lífsstöðu —
aldrei séð yður. En þér opnuðuð bók hjarta yðar og
gáfna og ég las hana. Þér berið langt af öllu, sem ég hafði
gert mér í hugarlund um yður. Þér líkist því öllu sára-
lítið. Nú sé ég fullnaðarfyrirmynd sannrar kvengöfgi.
Ég elska yður. Ég hef skrifað yður, að óbreyttir hermenn
Jhefðu engan rétt til að trúlofast fyrr en stríðið væri til
lykta leitt. Ég tek það til baka. Það er allt, sem ég hef að
segja. Ef það er eigingjarnt — og ég skal kannast við
að svo sé — þá held ég því fram að fólk ætti að geta
umborið okkur, sem berjumst ofurlitla eigingimi —
endrum og sinnum. Ætli ég segi það ekki satt ungfrú?“
„Jú.“ „Hvað svo?“ „Ég vildi gjarnan gefa yður svar —“
Hann horfði í augu henni. Hún opnaði þau seint. Hún
hélt að það væri orðið svo skuggsýnt, að ánægjubrosið í
þeim sæist ekki, sem henni var ekki hægt að verja
lengur. „Ég er hrædd um að það ætli að fara að slá að
mér,“ sagði hún. „Eigum við ekki að koma inn.“
Vegna vonbrigðanna, sem sýnilega urðu á yfirbragði
hans, bætti hún við: „Standið upp og hjálpið mér.“ „Ó,
afsakið mig, ungfrú.“
Þegar hann hafði reist hana á fætur losaði hún ekki
hendur sínar úr hans, en dró hann hógvært að sér: „Sjáið
þér nú til. Faðir minn situr uppi á pallsvölunum á sum-
arsetrinu okkar. Hann horfir á okkur. Ég ætla að segja
þér, að ég er óumræðilega sæl yfir því, að þú elskar mig,
Pierre.“ „Ungfrú —“ „Þú mátt kyssa mig. Pabbi segir
ekkert. Hann bjóst við þessu. Mamma hefði verið hjá
honum og séð það, ef hún hefði ekki verið að spila vist
Kjarnar — Nr. 13
119