Kjarnar - 01.09.1950, Page 125
Gaules eða Meriel Hugt o. s. frv., (hann átti sér nafn
í hverju landi), fór yfir Montmartre-torgið og kallaði
á bíl. Hann ók áleiðis til Luxembourg-garðanna, en
stöðvaði vagninn í skyndi, fór út, borgaði og gekk ró-
lega á eftir hávöxnum og gildum manni, sem hann
hafði séð úr bókum.
Maðurinn var Roquant. Göngulagið var auðþekkt. —
Rauða skeggið var honum ónýtt gerfi.
En hvað var sá maður að gera í París? Fresquoy var
hálf smeykur. Hann vissi að franska lögreglan hafði
heitið því að gera nú eða aldrei upp við hann sakirnar.
Fresquoy var í óvissu um hvað gera skyldi, hvort
hann ætti að ávarpa manninn eða ekki. Sjálfur vissi
hann að hann hafði ótal sporhunda á hælunum. Það
er gamalt orðtæki hjá frönsku lögreglunni, að stundum
sé bezt að skjóta fyrst og spyrja svo. Fresquoy var ekki
í vafa um að gagnvart sér yrði þeim beitt svo að skotið
yrði fyrst. Lögreglan var ráðin í að ná honum — láta
ákæra hann. Hitt skifti ekki máli, hvort ákæran væri
sönn eða ekki. En hjá ákæru yrði ekki komist.
Fresquoy labbaði eftir Roquant, en hafði spöl á milli.
En allt í einu nam Roquant staðar við sölutum og
keypti dagblað. En um leið og hann fór ofan í vasann
og gróf þar upp pening, datt smámiði á götuna og lá
þar. Þetta var himnasending fyrir Fresquoy, sem ekki
var seinn á sér. Hann náði í miðann og las með áfergju.
Svo kallaði hann á leigubíl og skipaði bílstjóranum að
aka sem hraðast til Concert Mayol. Hann las miðann
aftur og aftur.
Kjarnar — Nr. 13 123
V