Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Page 8

Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Page 8
 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Þann 8. mars sl. var starfsemi Bandalags háskólamanna og félaganna sem voru í Lágmúlanum flutt í Borgartún 6, 3. hæð og við bættust félag ljósmæðra og þroskaþjálfa. Við vorum ekki mjög bjartsýn á að þetta myndi ganga upp því að í febrúar var staðan eins og sjá má á myndinni sem fylgir með. Við fluttum inn á iðnaðarmennina og ýmislegt vantaði upp á til að byrja með að vinnuaðstaðan væri viðunandi. En við vorum komin á staðinn ákveðin í að gera gott úr þessu öllu. Smátt og smátt komu kostirnir í ljós og Borgartún 6 varð að björtum og góðum vinnustað – nóg pláss fyrir alla – auðvelt að fá fundarsali og sinna þeirri þjónustu sem félögin standa fyrir. SIGL-félögin hafa tvö góð herbergi, annað er skrifstofa framkvæmdastjóra sem sinnir öllum daglegum störfum hitt er vinnuaðstaða formanna sem hafa hver sinn viðverutíma en þar er einnig mjög góð fundaraðstaða fyrir 8-10 manns fyrir stjórnar- og nefndarfundi og hægt að hafa fundarsíma. Fundarherbergið þarf að bóka hjá undirritaðri. Skrifstofa SIGL flytur Skrifstofan er sem fyrr opin: mánudaga kl. 13.00-16.00, þri-mið-fim og föstudaga kl. 09.00-12.00. Síminn er 588 9770 og netfang sigl@bhm.is. Margrét Eggertsdóttir framkvæmdastjóri SIGL Fréttir / skrifstofan

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.