Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Blaðsíða 12
12 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
maga- og garnavandamála [6]. Eðlileg blæðing frá meltingar
vegi í heilbrigðum einstaklingi sem skilst út með saur á
sólarhring er frá 0,5 til 1,0 ml af blóði [7].
Miklar blæðingar ofarlega í meltingarvegi, frá nefi,
munni, vélinda, maga og skeifugörn geta litað saurinn
svartan. Magasýrurnar breyta hinu rauða hemóglóbíni
(blóðrauða) í brúnt hematín og mikil blæðing, meira en 50
ml af blóði, ofarlega í meltingarvegi getur birst sem
biksvartur saur. Svartur saur vegna slíkra blæðinga er
kallaður melena eða sortusaur[7, 8]. Blæðing frá gyllinæð
getur komið fram sem ferskt blóð utan á saurnum en þó
gæti krabbamein í endaþarmi sýnt sömu einkenni og
jafnvel bara rifa við endaþarmsop [9].
Mælt er með því að taka saursýni til rannsóknar þrisvar
sinnum, helst þrjá daga í röð, til þess að auka líkur á að ná
blæðingum sem ekki eru stöðugar og einnig til þess að ná
jákvæðri blóðsvörun þó að blóðið sé misdreift í saurnum.
Hafa verður í huga að flest bólgueyðandi steralaus lyf eins
og aspirín geta leitt til smá blæðinga í meltingarvegi. Ekki
ætti að taka þessi lyf í 7 daga áður og meðan á sýnatöku
stendur. Ekki ætti heldur að neyta áfengis [10].
Til þess að koma í veg fyrir falska jákvæða svörun við
blóði þegar leitað er að ristilkrabbameini verður að gæta
þess að taka ekki saursýni ef einstaklingur hefur eitthvað
af eftirfarandi: Niðurgang, ristilbólgu, harðlífi, blæðandi
gyllinæð eða tíðablæðingar [11]. Ráðlagt er að borða trefja
ríkt og gróft fæði til þess að kalla fram blæðingu frá krabba
meinsæxlum, sérstaklega í ristli [12]. Jákvæð blóðsvörun í
saur er ekki sjúkdómsgreinandi en kallar á frekari rann
sóknir á meltingarvegi.
Próf fyrir blóði í saur
Peroxíðasapróf
Próf til þess að sýna fram á hulið (occult) blóð í saur eiga
sér langa sögu og koma að gagni við greiningu sjúkdóma
í meltingarvegi. Árið 1893 lýsti Weber guaiacefnahvarfi til
mælingar á blóði í saur og árið 1904 birtu Adler & Adlers
grein um benzidínpróf einnig til mælingar á blóði í saur.
Þetta eru peroxíðasapróf en efnahvarfið í þessum prófum
byggist á því að hemið í hemóglóbíninu býr yfir eiginleik
um peroxíðasa og í nærveru vetnisperoxíðs (H2O2) oxast
krómógen og breytist í litað efnasamband (mynd 2). Mörg
tilbrigði hafa síðan komið fram af þessum prófum og með
öðrum krómógenum t.d. orthotoluidíni, fenolftalíni, dí
fenylamíni [12]og tetramethylbenzidíni (TMB) [7].
Peroxíðasi + H2O2 → peroxíðasi • H2O2
Efnablanda + peroxíðasi • H2O2 → oxuð efnablanda + peroxíðasi + H2O
(ólituð t.d. benzidín) (lituð t.d. benzidín-blá)
Mynd 2. Formúla peroxíðasaprófs fyrir blóði í saur [7]
Galli peroxíðasaprófanna er sá að þau gera ekki
greinarmun á hemóglóbíni manna og dýra og því er ráð
lagt að borða ekki rautt kjöt, blóðmör og lifur a.m.k.
þremur til fjórum dögum fyrir töku saursýnis og meðan
á saursýnatöku stendur. Hrátt grænmeti og ávextir inni
halda peroxíðasa sem getur einnig orsakað falska jákvæða
svörun við blóði í saur. Hins vegar getur það valdið fölsku
neikvæðu svari ef sjúklingur neytir meira en 250 mg af
C-vítamíni á dag. C-vítamín er andoxunarefni og minnkar
peroxíðasavirkni hemóglóbíns [10, 12, 13] en virkni þess
minnkar einnig um sexfalt á leið sinni frá maga í gegnum
meltingarveginn. Járnmeðul hafa ekki áhrif á prófin [12].
Benzidínpróf fyrir blóði í saur var notað á Landspítalan
um við Hringbraut frá því að elstu menn muna [14] og allt
fram til ársins 1975 [15]. Árið 1967 var benzidín bannað í
Englandi eftir að komið hafði í ljós að 22% þeirra sem
unnu við framleiðslu þess fengu krabbamein í þvagblöðru.
Árið 1975 var einnig sett bann við framleiðslu og notkun
á benzidíni í Svíþjóð [12].
1. Dífenýlamínpróf (DFA)
Leitað var hér sem annars staðar að sambærilegu prófi til
að taka við af benzidínprófinu. Meðal annars var Hematest
og Hemoccult prófað en það var ekki fyrr en DFA hafði
verið prófað að ákveðið var að velja það próf [15].
Norðmennirnir Jan H. Dybdahl og Henrik Andersgaard
mæltu með hinu ódýra DFA sem arftaka benzidínprófsins.
Þeir höfðu gert samanburð á benzidínprófi, DFA og Hem
occult og af 100 prufum voru 59,5%, 46% og 17,5% með
jákvæða svörun, í sömu röð. Fjögur sýni sem voru neikvæð
með benzidínprófinu voru jákvæð með DFA [12].
DFA var tekið í notkun á Landspítalanum við Hringbraut
1976 [15] og hefur verið notað þar síðan. Dífenylamín er
rokgjarnt og eitrað efni og getur frásogast í gegnum heila
húð [12] og er fyrir löngu hætt að nota það í Noregi.
Mörgum reyndist einnig erfitt að meta væga blóðsvörun að
sögn Dybdahl [16]. Ekki er vitneskja um að DFA hafi verið
notað annars staðar en hér á landi og í Noregi.
2. Hemo-Fec (HFec)
HFec er framleitt af fyrirtækinu Med-Kjemi í Noregi. Á LSH
/Fossvogi hefur þetta próf verið notað frá því um 1980
[17]. HFec er TMB próf þ.e. inniheldur krómógenið 3,3´,
5,5´- tetramethylbenzidín og er að efnasamsetningu mjög
líkt benzidínprófinu en er ekki talið krabbameinsvaldandi
[7]. HFec hefur verið notað víða í Noregi og Danmörku
[18].
Dybdahl og félagar gerðu rannsókn á saursýnum frá
Mynd 1. Myndin sýnir eðlilegan ristil, stóran sepa og ristilkrabba
mein. Mynd fengin hjá B. Þ.
Grein / blóð í saur