Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Blaðsíða 19

Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Blaðsíða 19
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 19 Grein / gaukulsíunarhraði Mat á nýrnastarfsemi Serum kreatínín og áætlaður gaukulsíunarhraði Ágrip Skert nýrnastarfsemi er vaxandi heilbrigðis vandamál í heiminum sem endurspeglast í skertum lífsgæðum fólks og er mikil þörf á að bæta greiningu á nýrnaskemmdum þegar á byrjunarstigi. Mælt hefur verið með að reikna áætlaðan gaukulsíunarhraða til að meta skerta nýrnastarfsemi og nota til þess kreatínínmæl ingar í sermi og fleiri þætti. Kallað hefur verið eftir betri stöðlun á kreatínínmælingum til að gera þetta að raunhæfum kosti. Í þessu verkefni eru bornar saman 3 aðferðir við mæl ingar á S-kreatíníni: Jaffé kínetísk frá Roche og tvær ensímatískar; önnur frá Roche hin frá Ortho. Niðurstöður sýna að tveimur ensímatískum aðferðum við mælingu á S-kreatíníni ber betur saman en þegar Jaffé kínetísk aðferð er notuð. Mælióvissa er þó sú sama í öllum aðferðunum. Ennfremur eru skoðaðar þrjár aðferðir við að reikna áætlaðan gaukulsíunarhraða. Ein reikniaðferð er borin saman við mældan gaukulsíunarhraða frá Ísótópastofu Land spítala háskólasjúkrahúss (LSH) sem sýnir allmikla dreifingu á mæliniðurstöðum þótt áætlaður gaukulsíunarhraði gefi heldur betri vísbendingu um starfsgetu nýrna en S-kreat ínín. Nýrnastarfsemi einstaklinga í Öldrunar rannsókn Hjartaverndar er síðan metin út frá áætluðum gaukulsíunarhraða með aðstoð þriggja reiknijafna og niðurstaðan borin saman við gildin á S-kreatíníni. Þegar horft er á viðmiðunarmörk sem eru í gildi fyrir S-kreatínín þá flokkast fleiri karlar en konur með skerta nýrnastarfsemi. Samkvæmt öllum þremur reiknijöfnunum flokkast fleiri konur en karlar með skerta nýrnastarfsemi og þarf að kanna nánar í hverju þetta misræmi felst. Reiknijafna nr. 2 flokkar mun fleiri með skerta nýrnastarfsemi, gaukulsíunarhraða ≤ 60 ml/ mín/1,73m2, en hinar tvær eða um 33% karla og 45% kvenna miðað við 22-25% karla og 25–26% kvenna með jöfnum 1 og 3. Áður en unnt er að ráðleggja notkun til tekinnar reiknijöfnu til að áætla gaukulsíunar hraða í íslensku þýði þarf augljóslega að gera ítarlegri samanburð á mældum og reiknuðum gaukulsíunarhraða. Taka þarf tillit til breyti leika í mæliniðurstöðum á S-kreatíníni en ekki er síður mikilvægt að meta hvaða reiknijafna hentar best til að áætla gaukulsíunarhraða og þá er ólíklegt að ein og sama jafnan dugi fyrir alla aldurshópa og alla sjúklingahópa. Inngangur Skert nýrnastarfsemi endurspeglast í skertum lífsgæðum þeirra sem fyrir verða og miklum kostnaði bæði fyrir einstaklingana og heil brigðiskerfið [1], [2] og er vaxandi heilbrigðis vandamál. Ástæðan er ekki að fullu kunn en skýrist að hluta til með útbreiðslu eiturefna í umhverfinu, aukinni notkun nefróneiturefna (nephrotoxic agents) til dæmis ýmissa kvala stillandi lyfja, fjölgun einstaklinga með sykur sýki týpu 2 [2] og hækkandi aldri. Mikilvægt er að geta greint skerðingu á starfsemi nýrna á byrjunarstigi í ljósi þess að möguleikar á læknisfræðilegu inngripi til að vernda nýrun hafa aukist. Ennfremur er æskilegt að fá nákvæmt mat á starfsgetu nýrna við skömmtun lyfja, við gjöf á skuggaefni í myndgreiningu og við beitingu annarra meðferða í nútíma læknisfræði sem geta skaðað nýrun. Árið 2002 birti „National Kidney Foun dation“ í Bandaríkjunum mjög ítarlegar leið beiningar um rannsóknir til mats á nýrna starfsemi ásamt læknisfræðilegum leiðbein ingum um greiningu, flokkun og meðferð nýrnasjúkdóma á mismunandi stigum [3, 4]. Þar er lögð áhersla á að rannsóknastofur reikni áætlaðan gaukulsíunarhraða (áGSH) og láti fylgja á svarblöðum ásamt niðurstöðum úr mælingum á serum kreatíníni (S-kreatíníni). Algengast er að nota mælingar á S-kreatíníni við að áætla gaukulsíunarhraða og hafa mæl ingar á kreatíníni reyndar verið notaðar í meira en 100 ár til að meta starfsemi nýrna. Sú aðferð sem flestir nota við mælingu á kreatíníni er kennd við Jaffé en henni var fyrst lýst 1886 [5]. Hún byggist á því að kreatínín hvarfast við píkrinsýru í alkalískri lausn og myndar gult til rauðgult efnasamband. Aðferðin er ósértæk þar sem ýmis önnur efni Úr BS verkefni sem lagt var fram til varnar við Háskólann í Reykjavík í janúar 2006. Leiðbeinandi og meðhöfundur: Elín Ólafsdóttir, yfirlæknir á Klínískri lífefnafræðistofu Holtasmára. Höfundur er lífeindafræðingur og starfar á Klínískri lífefnafræðistofu Holtasmára. alda@hjarta.is Lykilorð: Gaukulsíunarhraði, GSH, serum kreatínín, samanburður aðferða. Alda M. Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.