Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Side 21

Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Side 21
Jaffé aðferð Kreatínín Jaffé aðferð „rate-blanked og compensated“ frá Roche er kínetísk, kolorímetrísk aðferð. Tvær efnablöndur eru notaðar við efnahvarfið. Kreatínín + pikrínsýra alkalísk lausn ➞ kreatínín-pikrínsýru samband Í alkalískri lausn myndar kreatínín gult til rauðgult samband með pikrínsýru. Styrkur litarins er í réttu hlutfalli við styrk kreatíníns og ákveðinn með gleypni við 570 nm og 505 nm. Ensímatísk kólorímetrísk aðferð Ensímatísk kolorímetrísk aðferð frá Roche, „Creatinine plus“. Notaðar eru tvær efnablöndur við hvarfið en mæliaðferðin byggist á röð nokkurra ensímhvataðra efnahvarfa. Kreatínín + H2O kreatínínhydrolasi ➞ kreatín Kreatín + H2O kreatínhydrolasi ➞ sakrosín + urea Sakrosín + H2O + O2 Sakrosín oxídasi ➞ glýsín + formaldehýð + H2O2 H2O2 + 4-aminophenaxone + HTIB peroxídasi ➞ quinone imine chromogen + H2O + H2 Vetnisperoxíð sem myndast við efnahvarfið hér á undan hvarfast við 4- aminophenaxone og HTIB og myndar quinone imine chromogen. Peroxídasi er notaður sem hvati við efnahvarfið. Styrkur litarins er í réttu hlutfalli við styrk kreatíníns og ákveðinn með gleypni við 700 nm og 546 nm. Vitros „CREA“ aðferð frá Ortho Notaðar eru fjöllaga skífur þar sem skífan er hjúpuð með hvarfefnum á stuðningslagi úr pólýester. Dropi af sermi sem fellur á skífuna dreifist jafnt til undirlags með hjálp dreifilags. Efnabreytingarferlið er áþekkt því sem er í aðferð Roche. Kreatínín + H2O kreatínín amídóhýdrólasi ➞ kreatín Hýdrólasi hýdrólýserar kreatínín í kreatín Kreatín + H2O kreatín amídóhýdrólasi ➞ sakrosín + urea Hýdrólasi hýdrólýserar kreatín í sakrosín Sakrosín + O2 + H2O sakrosín oxídasi ➞ glýsín + formaldehýð + H2O2 Sakrosín er breytt í glýsín, formaldehýð og vetnisperoxíð vegna áhrifa súrefnis og efnahvata sakrosín oxídasa. H2O2 + leuco litur peroxídasi ➞ litur + 2H2O Vetnisperoxíð sem myndast við efnahvarfið hér á undan hvarfast við leuco lit og myndar litað samband. Peroxídasi er notaður sem hvati við efnahvarfið. Styrkur litarins er í réttu hlutfalli við styrk kreatíníns og ákveðinn með gleypni við 670 nm. Albumin BCG aðferð frá Roche Albúmín brómkresól grænt er kólorímetrísk endapunkts (endpoint) aðferð. Þar eru notaðar tvær efnablöndur við efnahvarfið og styrkur albúmíns ákveðinn með gleypni við 505 nm og 570 nm. UREA aðferð frá Roche „UREA/BUN“ er kínetísk, ensímatísk UV aðferð. Notaðar eru tvær efnablöndur við efnahvarfið en í þeim er úreasi og glutamat dehydrogenasi (GLDH). Fylgst er með falli í ljósgleypni við 340 nm vegna oxunar NADH en hún er í réttu hlutfalli við magn urea í sýninu. Mæling á GSH Á Ísótópastofu LSH eru gerðar mælingar á GSH með 51Cr-EDTA clearance aðferð en það er sú viðurkennda aðferð sem stendur okkur til boða á Íslandi til að mæla GSH og er þar með okkar staðall. Gefið er 51Cr-EDTA í æð og tekin 4 blóðsýni eftir 120, 180, 240 og 300 mín. frá inngjöf efnisins. Notuð er mono-exponential analysa með leiðréttingu Brochner- Mortensens til að finna GSH [10]. Tölfræðileg úrvinnsla Útreikningar og tölfræðiúrvinnsla er ýmist gerð í Microsoft Excel eða MiniTab. Gerð er einföld línuleg aðfallsgreining (linear regression) í Excel á niðurstöðum úr þremur S-kreatínín mælingum, tveimur frá Roche (Jaffé og ensíma tísk) og einni frá Ortho. Aðferðirnar þrjár eru jafnframt bornar saman með mismunagrafi. Einnig er gerð einföld línuleg aðfallsgreining á áætluðum GSH með þremur reikni jöfnum. Í óvissureikningum er annars vegar metin ónákvæmni (random error) út frá dreifingu á niðurstöðum kontról mælinga með því að reikna staðalfrávik (s) og hins vegar er metinn óáreiðanleiki (systematic error, bias) eða hliðr unarskekkja. Staðalfrávik er reiknað samkvæmt jöfnunni s = √1/(n-1)∑(xi – xmean)2 þar sem n er fjöldi kontrólmælinga, xi einstakar mæliniðurstöður og xmean meðaltal n mælinga. Staðalfrávik má einnig reikna út frá mismun á tvímælingum (d) og er þá s = √∑d2/2N þar sem N er fjöldi mælipara. Staðalfrávikið er síðan umreiknað yfir í prósentur af meðaltali, gefið upp sem „coefficient of variation“ CV% = s •100/ xmean. Ónákvæmni innan dags er ákveðin með því að mæla sama sýni endurtekið yfir daginn og fá þannig staðalfrávik innan dags (sid). Ónákvæmni er venjulega metin yfir lengra tímabil, oftast í þrjá til níu mánuði. Samanstendur hún af ónákvæmni innan dags (sid) og milli daga (smd) og má leggja þættina saman samkvæmt jöfn unni: st 2 = sid 2 + smd 2. Frávik frá gefnu gildi kontróla er einnig reiknað yfir lengri tímabil. Þá er gefna gildi kontróls dregið frá meðaltali á mæliniðurstöðum úr því kontróli og útkoman reiknuð sem prósenta af hinu gefna gildi. Heildar óvissa, „total error“, fæst síðan með því að leggja saman Reikniformúlur til að finna áætlaðan GSH 1. Jafna 1. Einfölduð MDRD formúla (áGSH í ml/min/1,73 m2): 186 x (S-kreatínín x 0,011312)-1,154 x (aldur)-0,203 x (0,7428 ef kona) 2. Jafna 2. Cockcroft og Gault (áGSH í ml/min eða kreatínín clearance): ([140-aldur] x þyngd/[0,814 x S-kreatínín]) x (0,85 ef kona) 3. Jafna 3. MDRD formúlan (áGSH í ml/min/1,73 m2): 170 x ( S-kreatínín x 0,011312)-0,999 x (aldur)-0,176 x (S-urea x 2,801)-0,170 x (S-albúmín x 0,1) +0,318 x (0,762 ef kona) Kreatínín er í µmól/L, úrea í mmól/L, albúmín g/L, aldur í árum og þyngd í kg. MDRD: Modification of Diet Renal Disease TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 21 Grein / gaukulsíunarhraði

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.