Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Qupperneq 23

Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Qupperneq 23
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 23 Mælióvissa Mæliónákvæmnin („random error“, CV%) er reiknuð út frá mælingum á kontról sýnum, lágum og háum, allra mæli aðferða bæði hjá LSH-Hb og hjá KLH. Á LSH-Hb reyndist mæliónákvæmnin á S-kreatínín mælingunni frá Ortho vera 2,1 % og frávik frá gefnu gildi kontróla var innan ± 3 % marka við gildin 80 og 490 µmól/L. Heildaróvissa í S- kreatínín mælingu frá Ortho reiknast þá sem ± 7,2%. Er þá reiknað með að 95% af mæliniðurstöðum falli innan þeirra óvissumarka. Mæliónákvæmnin innan dags fyrir S-kreatínín mælingar frá Roche er metin með því að mæla þrjú sýni af mismunandi styrk tíu sinnum yfir daginn (alls þrjátíu mælingar). Óná kvæmnin er nánast sú sama fyrir kínetísku Jaffé aðferðina og þá ensímatísku eða 1,6 % og 1,5 %. Mæliónákvæmnin yfir lengra tímabil hjá KLH er metin annars vegar með því að tvímæla sjúklingasýnin 100 sem voru notuð í saman burðinn á mælingunum þremur og reikna ónákvæmni út frá mismuninum á mæligildum hvers sýnis. Reyndist hún vera 2,3% fyrir Jaffé aðferðina og 2,1% fyrir ensímatísku aðferðina. Niðurstöður úr mælingu á tveimur kontrólsýnum fyrir Jaffé aðferðina yfir þriggja mánaða tímabil reyndist 2,2% (PNU, 114 µmol/L) og 2,1% (PPU, 374 µmol/L). Ónákvæmni milli daga má síðan reikna en að jafnaði er það mælióvissan yfir lengra tímabil sem skiptir öllu máli þegar verið er að meta frammistöðu bæði aðferða og mælitækja. Frávik frá gefnu gildi kontróla eru einnig metin og á síðasta ári reyndust þau vera innan ± 2,5 % marka fyrir kontrólin tvö, PNU og PPU. Heildaróvissan fyrir Jaffé aðferðina verður þá ± 6,9%. Af þessum tölum sést að óvissa í mæliaðferðunum þremur er mjög áþekk. Samanburður á áætluðum og mældum GSH Fengnar voru niðurstöður úr 116 einstaklingum sem kom ið höfðu í 51Cr-EDTA clearance rannsókn á Ísótópastofu LSH og þær bornar saman við S-kreatínín mælingu sömu einstaklinga með Ortho aðferð á LSH-Hb. Niðurstöður eru sýndar á mynd 4. Í framhaldi af því var ákveðið að um reikna S-kreatínín gildin yfir í áætlaðan GSH með jöfnu 1 hér að framan og bera saman við mælda gildið á GSH úr 51Cr-EDTA clearance rannsókninni. Niðurstöður úr þeim samanburði má sjá á mynd 5. Allmikil dreifing er á gildun um einkum þegar GSH er komið yfir 60 og fylgnistuðullinn (R2) er ekki nema 0,74. Frekari samanburður á aðferðum við að áætla GSH út frá mæligildum í blóði er gerður hér á eftir. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, dreifing á S-kreatínínniðurstöðum og áætluðum GSH S-kreatínín niðurstöður úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar eru sýndar á mynd 6. Þar sést hvernig mæligildi 1289 karla og 1729 kvenna dreifast en meðaltalið hjá körlum er 100,1 µmól/L og hjá konum 77,5 µmól/L. Lægstu og hæstu gildi karla er 48 og 435 µmól/L, 33,7% hópsins mælist með gildi yfir 100 µmól/L en það eru efri viðmiðunarmörk fyrir Samband S-kreatíníns og GSH 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 550 600 650 700 0 20 40 60 80 100 120 140 160 Mældur 51Cr-EDTA GSH, ml/mín/1,73 m2 L/lo m µ ,ðrefð a o htr O , ní ní taer K- S Mynd 4. Samband S-kreatíníns og GSH. Sýndar eru niðurstöður úr mælingum á GSH með 51Cr-EDTA clearance aðferð hjá 123 einstaklingum sem komið höfðu í rannsókn á Ísótópastofu LSH og þær bornar saman við S-kreatínín mælingu sömu einstaklinga með Ortho aðferð á LSH-Hb. Samanburður á mældum og reiknuðum áætluðum GSH y = 0,8555x + 10,845 R2 = 0,7388 0 20 40 60 80 100 120 140 160 0 20 40 60 80 100 120 140 160 Mældur 51Cr-EDTA GSH, ml/mín/1,73 m2 1 unföj t m ævk mas H S G ru ðalt æ Á Mynd 5. Á grafinu er gerður samanburður á GSH eins og það er mælt á Ísótópastofu LSH og reiknuðum GSH samkvæmt jöfnu 1 þar sem stuðst er við S-kreatínín og aldur einstaklinganna. Börn yngri en 10 ára eru ekki tekin með. S-kreatínín, µmól/L inðíT 6005004003002001000 500 400 300 200 100 0 Mean StDev N 100,1 35,24 1289 77,48 28,04 1729 SEX 1 2 Dreifing á S-kreatínín gildum kvenna og karla, meðalaldur 77 ár Mynd 6. Á myndinni má sjá hvernig S-kreatínín gildi 3018 einstaklinga úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar dreifast og eru konur (brotin lína) fjölmennari og hafa lægra meðalgildi, 77,5 µmól/L , en karlar (heil lína) sem hafa meðalgildið 100,1 µmól/L. Meðalaldur beggja kynja er 77 ár. Grein / gaukulsíunarhraði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.