Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 28
28 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
Helga Erlendsdóttir fékk 2. maí 2006
staðfestingu frá rektor Háskóla Íslands um að
háskólaráð teldi hana hafa akademískt hæfi
sem prófessor. Í mars sl. skilaði dómnefnd
læknadeildar mati sínu þar sem segir orðrétt:
„Að mati dómnefndar uppfyllir Helga
Erlendsdóttir kröfur um prófessorshæfni, sem
gerðar eru til háskólakennara skv. fram
gangsreglum HÍ nr. 863/2001 og með tilvísan
til reglna læknadeildar Háskóla Íslands um
ráðningu og framgang starfsmanna með
hæfnisdóm nr. 498/2002.“
Helga er fyrsti lífeindafræðingurinn sem
verður klínískur prófessor en þeir starfsmenn
LSH sem fást við kennslu og/eða rannsóknir
og hafa ekki fasta stöðu við HÍ geta sótt um mat á
akademísku hæfi. Í viðtali við Tímarit lífeindafræðinga
sagði Helga að þetta hafi fyrst og fremst tekist þar sem hún
hafi átt þess kost að vinna með samstarfsfólki, en ekki
fyrir það.
Helga útskrifaðist frá Tækniskóla Íslands 1971 sem
meinatæknir, 1989 fékk hún B.Sc. gráðu. Árið 2001 varði
hún meistaraprófsritgerð sína við læknadeild HÍ sem bar
heitið Áhrif β-laktam sýklalyfja á nokkrar hjúpgerðir
pneumókokka in vitro og í tilraunasýkingum í músum.
Grein úr þessari ritgerð birtist í Blaði meinatækna 2002 en
í blaðinu 2004 birtist grein eftir Helgu sem bar heitið
Bólusetningarátak gegn meningókokkum C – árangur
að tveimur árum liðnum.
Helga hóf störf á núverandi Sýklafræðideild LSH strax
eftir útskrift haustið 1971, og þá sem almennur meina
tæknir. Árin 1977-1983 bjó hún í Svíþjóð og
vann þau ár við vísindarannsóknir við smit
sjúkdómadeild háskólasjúkrahússins í Upp
sölum. Þegar heim kom vann hún sem kennslu
meinatæknir á sínum gamla vinnustað. Árið
1987 hóf hún störf á Sýkladeild Borgarspítalans
sem sérhæfður aðstoðarmaður í vísindastörfum
Sigurðar Guðmundssonar smitsjúkdómalæknis.
Starfslýsingin var á þann veg að drjúgum hluta
vinnutímans skyldi varið í vísindarannsóknir
og kennslu læknanema og unglækna. Árið 1994
kom hún aftur til föðurhúsanna á Sýklafræði
deild Landspítalans, núverandi LSH og hefur
starfað þar síðan. Samstarfið við Sigurð hélt
áfram og þegar hann hvarf til annarra starfa tók
Magnús Gottfreðsson við. Aðrir á LSH sem Helga hefur
verið í nánu samstarfi við eru prófessorarnir Ásgeir Haralds
son á Barnaspítala Hringsins og Karl G. Kristinsson á
Sýklafræðideild LSH.
Síðustu ár hefur Helga starfað sem þróunarstjóri. Hún
hefur tekið þátt í ótal rannsóknaverkefnum og niðurstöður
þeirra hafa verið birtar í viðurkenndum erlendum fag
tímaritum og í Læknablaðinu. Alls er Helga meðhöfundur
að 42 greinum og fyrsti höfundur fjögurra þeirra. Útdrættir
og kynningar rannsókna (abstracts) á þingum innanlands
og utan eru orðnir 175.
Helga ber nú nafnbótina lífeindafræðingur M.Sc. og
klínískur prófessor. Tímarit lífeindafræðinga óskar Helgu
til hamingju.
Ritnefndin
Helga
Erlendsdóttir
Klínískur prófessor
Fréttir / klínískur prófessor
Samstarfssamningur HÍ og LSH
Í samstarfssamningi Háskóla Íslands og Landspítala
háskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólasjúkrahúss,
kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindagreinum segir:
„Starfsfólk LSH, sem notar starfsvettvang sinn á LSH til
kennslu og rannsókna, skal eiga rétt til að sækja um mat á
hæfi til að gegna akademísku starfi við HÍ. Við mat á
umsóknum skal HÍ leggja til grundvallar viðmiðanir HÍ á
hæfi umsækjenda um störf við háskólann. Standist
starfsmaður þær kröfur sem háskólinn gerir til ákveðins
starfs skal starfsmaður hljóta akademíska nafnbót í samræmi
við það. Um skyldur og réttindi fer að reglum HÍ og hefur
HÍ fullt ákvörðunarvald og forræði að því er akademíska
þáttinn varðar. Staða viðkomandi starfsmanna við LSH
breytist ekki þó viðkomandi fái akademíska nafnbót við HÍ
og viðkomandi starfsmaður heldur óbreyttu starfi við LSH,
nema um annað sé samið. Felist sérstök skuldbinding gagn
vart HÍ í veitingu akademískrar nafnbótar er áframhaldandi
starf á vettvangi spítalans háð samþykki LSH.“
Fréttir / samstarfssamingur