Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 37
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 37
Grein / námið
Menntun í lífeindafræði
Höfundur er
lífeindafræðingur M.S.,
verkefnastjóri í
lífeindafræði við
Háskólann í Reykjavík
og lektor í lífeindafræði
við Háskóla Íslands.
martha@ru.is
Martha Á.
Hjálmarsdóttir
Örsaga menntunar
í lífeindafræði á Íslandi
Lífeindafræði hefur verið kennd á Íslandi
síðan 1966. Fyrst í Tækniskóla Íslands (TÍ),
síðar Tækniháskóla Íslands (THÍ) og nú í
Háskólanum í Reykjavík (HR) eftir sameiningu
THÍ og HR. Námið er nú smátt og smátt að
flytjast til Háskóla Íslands (HÍ) og þeim til
flutningi verður að fullu lokið árið 2008. Frá
upphafi hafa inntökuskilyrði verið stúdents
próf og vali beitt ef fjöldi umsækjenda var of
mikill. Fjöldinn hefur ávallt takmarkast við
það sem rannsóknastofur Landspítala háskóla
sjúkrahúss geta annað. Þangað sækja nem
endur hluta af áföngum í aðferðafræði og þó
sá hluti hafi sífellt dregist saman er hann samt
ákaflega mikilvægur.
Námslengd var fyrst tvö heil ár að með
töldu sumarnámi og er metið sem 70 eininga
háskólanám. Sérhæfing var í grunnnámi
þannig að nemendur völdu tvær sérgreinar
lífeindafræðinnar. Í upphafi níunda áratugar
ins var gerð umfangsmikil endurskoðun á
náminu sem leiddi til þess að námstíminn
varð þrjú ár og voru fyrstu lífeindafræðing
arnir með B.S. gráðu útskrifaðir 1985. Við
endurskoðun á námsálagi og fjölda kennslu
stunda nokkrum árum síðar lengdist námstím
inn í þrjú og hálft ár og var þá enn sérhæfing
í grunnnáminu. Á tíunda áratugnum var enn
gerð umfangsmikil endurskoðun sem leiddi
til þess að fjölgreinamenntun kom í stað sér
hæfingar, námið tók fjögur ár og gaf 120 ein
ingar. Eftir það eru útskrifaðir nemendur í líf
eindafræði hæfir til að starfa á öllum gerðum
rannsóknastofa.
Er þetta ferli í samræmi við þróun í
menntun lífeindafræðinga í þeim löndum sem
við viljum bera okkur saman við. Geta má
þess að Tækniskóli Íslands var fyrsti skólinn á
Norðurlöndum til að taka upp B.S. próf sem
lokapróf í grunnnámi í lífeindafræði. Íslenskir
lífeindafræðingar hafa um árabil verið í farar
broddi á alþjóðavettvangi við þróun náms og
hugmyndafræði faggreinarinnar.
Tækniskóli Íslands
verður Tækniháskóli Íslands
Árið 2000 var Tækniskóla Íslands breytt í
Tækniháskóla Íslands. Við það urðu kröfur
um menntun/hæfi kennara skólans skýrari.
Krafa var gerð um að lektorar skólans hefðu
M.S. próf að lágmarki eða þekkingu sem jafna
má við þá gráðu. Almennt má segja að kenn
arar námsbrautar í lífeindafræði hafi komið
vel út úr hæfimati sem gert var af þessu tilefni
og að hún hafi átt mjög hæfu og afar fjöl
mennu kennaraliði á að skipa.
Hins vegar er því ekki að leyna að hjá jafn
ungri grein sem lífeindafræðin er og með svo
stutta sögu um möguleika á framhaldnámi
skorti helst á hæfi hjá lífeindafræðingum sem
kenna aðferðafræði, eða hjá um helmingi
hópsins. Sjónarmið skólans var að meðan
ekki væri hægt að fá nægilega marga lífeinda
fræðinga með M.S. próf til kennslu væri besti
kosturinn að nýta áfram krafta þeirra lífeinda
fræðinga sem valist höfðu til kennslu í TÍ og
voru þeir því ráðnir sem aðjúnktar við THÍ.
Reynslan af því var góð og viðkomandi höfðu
reyndar þegar skapað sér mjög gott orðspor
meðal nemenda og samkennara meðan þeir
kenndu við TÍ.
Þegar skólinn tók að starfa samkvæmt
lögum um háskóla fengu kennarar fyrst mögu
leika til að stunda rannsóknir sem hluta af
starfi sínu eins og í öðrum háskólum. Heil
brigðistæknisviðið kom vel út þegar að styrk
veitingum skólans til þessa málaflokks kom
og sást vel að rannsóknavirkni í þessum hópi
var drjúg þó hún hafi ekki áður farið fram í
skólanum eða í tengslum við hann.
Í mínum huga var það mikill kostur að í TÍ
var það vel skilgreint starf að hafa með
höndum faglega stjórn námsbrautarinnar og
umsýslu með nemendum og kennurum.
Einnig að sú stjórn hafði kjölfestu í námsbraut
arnefnd sem í sat fagfólk á sviðinu. Þetta fyrir
komulag hélst síðan áfram við THÍ því þó
námsbrautarnefnd væri lögð niður við þær
skipulagsbreytingar kom í hennar stað fagráð
sem skipað var sambærilegum aðilum.
Tækniháskóli Íslands
sameinast Háskólanum
í Reykjavík
Árið 2002 var Tækniháskóli Íslands samein
aður Háskólanum í Reykjavík undir því nafni.
Eftir ókyrrð breytinga fyrri ára og ég tala nú
ekki um reynslu þeirra sem einnig tilheyrðu