Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Blaðsíða 38

Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Blaðsíða 38
38 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Grein / námið heilbrigðisgeiranum af sameiningarmálum lagðist sú breyt ing ekkert allt of vel í fólk. Síðar hefur komið í ljós að sá samruni er kennslubókardæmi um það hvernig á að standa að samruna stofnana með velferð málaflokksins og allra sem að máli koma að leiðarljósi. Mættu heilbrigðisstofn anir í samrunaferli og samrunahugleiðingum gjarnan líta til HR og læra af. Bæði nemendur og starfsmenn eru sáttir og finnast þeir almennt tilheyra metnaðarfullum og sam hentum hópi. Námsbrautin nýtur velvilja og býr við góðan húsakost. Allir árgangar hafa heimastofur og hver þeirra einnig sína kennslurannsóknastofu eins og var í THÍ. Fyrir þetta vil ég þakka og óska rektor HR Guðfinnu S. Bjarna dóttur til hamingju með árangurinn. Stefna námsbrautarinnar er að viðhalda ýtrustu gæða kröfum og sigla undir fullum seglum þar til kennslu í líf eindafræði lýkur við HR eftir tvö ár. Við viljum að nem endur finni að fullur metnaður ríki og að gæði menntunar innar haldi áfram að blómstra á meðan þeir eru við nám. Nemendur hafa sýnt ábyrgð og taka virkan þátt til þess að góður árangur náist. Hvernig til tekst er að sjálfsögðu tölu vert undir þeim sjálfum komið. Þeir eru ekki aðeins þiggj endur heldur einnig gerendur og greinendur ástandsins eins og nemendur skólans eru hvattir til að vera. Þegar litið er til styrkleika námsbrautarinnar eins og hún er nú má segja að dýnamikin í kennslunni sé þar stærsti áhrifavaldurinn. Hún skapast fyrst og fremst af því að flestir kennarar í faggreinum lífeindafræðinnar sinna jafnframt klínískum störfum á rannsóknastofum LSH. Ný þekking, ný tækni og ný fagleg sjónarmið berast þannig strax og milliliðalaust til skólans og eru kynnt nemendum um leið og þau koma upp. Lokaverkefni nemenda eru síðan aðal vitnisburðurinn um hvernig til hefur tekist þegar á heildina er litið. Þetta eru metnaðarfull tólf eininga verkefni þar sem flest það sem prýða má verðandi lífeinda fræðinga er örvað. Þannig sýna verkefnin almennt góða tæknilega þekkingu og færni, gott skynbragð á meðferð, umsýslu og úrvinnslu gagna sem og góða akademíska hæfni til að gera verkefninu skil í rituðu máli og með fyrir lestri. Verkefnin eru unnin undir leiðsögn sérfræðinga á viðkomandi sviði og eru jafnframt prófdæmd af þeim og er það mikill fengur fyrir námsbrautina að vera í svo virku samstarfi við vísindasamfélagið. Helstu veikleikarnir felast í smæð deildarinnar og miklum fjölda kennara. Með góðu skipulagi er dregið úr þeim eins og verða má og eins og með aðra veikleika má snúa þeim upp í styrk ef vel er á málum haldið. Smæð deildarinnar ræður því að ekki er fýsilegt að fjárfesta í dýrum tækjum en með áframhaldandi góðri samvinnu við LSH og aðrar rannsóknastofnanir er bætt úr því eftir því sem verða má. Eins má segja að umsýslan við alla þá kennara sem að koma sé mikil miðað við fjölda nemenda. Sá fjöldi kemur hins vegar til af því að leitast er við að fá þá sem gerst vita um hvert efni til að kenna það, sem er augljós kostur. Ný skor við læknadeild HÍ Eins og oft er þegar umfangsmiklar breytingar eins og samruni THÍ og HR koma til tals leiðir það til þess að þeir sem málið snertir skoða það enn víðtækar. Jafnframt kom upp ótti um samstarf einkafyrirtækisins HR og ríkisstofnun arinnar LSH en kennslan er ákaflega háð því samstarfi. Hvar er menntun í lífeindafræði best komið var spurningin sem upp kom við þessar vangaveltur. Ofan á varð það sjón armið sem lengi hefur verið meðal lífeindafræðinga að námsbraut í lífeindafræði yrði best komið við hlið náms brauta í öðrum greinum heilbrigðisvísinda í Háskóla Íslands. Félag lífeindafræðinga beitti sér í því máli og fagráð námsbrautarinnar ályktaði á þann veg að tilflutn ingur í nýja skor við læknadeild HÍ væri æskilegasti kostur inn. Mennatmálaráðherra tók síðan ákvörðun um að svo skyldi verða en þó þannig að þeir sem voru í námi þegar THÍ var lagður niður skyldu ljúka námi við HR en nýir nem endur myndu hefja nám við nýja skor í geisla- og lífeinda fræði við læknadeild HÍ. Góður skilningur ríkir hjá stjórn endum beggja skólanna á að gott samstarf er nauðsynlegt til að vel megi fara við þessa yfirfærslu. Með aðkomu Félags lífeindafræðinga að vali á skóla fyrir menntun í lífeindafræði tel ég að við lífeindafræðingar höfum tekið á okkur ábyrgð til framtíðar. Það er ekki nóg að hafa áhrif á staðsetningu heldur þurfa lífeindafræðingar að koma með fullum þunga að kennslunni sjálfri. Nánast allir geta gert það með því að taka vel á móti nemendum sem koma til náms á rannsóknastofur sem taka þátt í kennslu í aðferðafræði og sinna leiðsögn við þá af kost gæfni. Jafnframt geta allir lífeindafræðingar styrkt stöðu námsins með því að standa vel við bakið á þeim lífeinda fræðingum sem eru kennarar við skólann jafnframt því að vera samstarfmenn þeirra á rannsóknastofunum. Þessir aðilar þurfa að höndla það að vinna bæði í skólanum, skipuleggja kennsluna sem fram fer innan veggja rann sóknastofanna og gegna störfum sínum við rannsóknastof urnar. Þetta er ekki alltaf auðvelt og krefst velvilja og sveigjaleika samstarfsfólks ef vel á til að takast. Reyndar tel ég ákaflega mikilvægt að lífeindafræðingar íhugi vandlega hvernig þeir hver og einn geti komið betur til liðs hvað þetta varðar því þarna kreppir skóinn helst að. Því þegar litið er til starfsánægju kennara er þetta sá þáttur sem hefur neikvæðustu áhrifin sem aftur hefur áhrif á það hvernig gengur að halda lífeindafræðingum í kennslu stöðum og ráða nýja. Ljóst er að til að standa undir gæðakröfum við menntun í lífeindafræði og knýja áfram þróunina af metnaði eru líf eindafræðingar í lykilhlutverki. Þetta er jú okkar fag og til að tryggja bestu mögulega kennslu í kjarna þess, aðferða fræði rannsókna, verða lífeindafræðingar að vera þar í for svari. Þess vegna verða þeir lífeindafræðingar sem til þess eru hæfir að íhuga vel hvort þessi starfsvettvangur sé ekki eitthvað til að sækjast eftir og hvort ekki sé rétt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.