Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 43

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 43
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 43 Æðakölkun er helsta orsök heilablóðfalls, hjartadreps og útæðasjúkdóms. Bólguferlar gegna mikilvægu hlutverki í meingerð æða kölkunar, sérstaklega tilhneigingu hennar til óstöðugleika. Mikilvægi prostaglandína (PG) í æðakölkun er vel þekkt, sérstaklega áhrif prostaglandín E2 (PGE2) á bólgusvar. PGE2 hefur fjóra þekkta viðtaka. Í verkefn inu var tjáning tveggja þeirra (EP2 og EP3) ákvörðuð í æðavef með stöðluðum ónæmis fræðilegum litunaraðferðum og RT-PCR. Æða vefurinn var fenginn í tengslum við aðgerðir á útæðum sjúklinga með æðaþrengsli vegna æðakölkunar. Notaður var vefur innan úr háls slagæðum (n=13) sem fjarlægður var við æðar stíflubrottnám og vefur frá lærleggsslagæð (n=13) fjarlægður í tengslum við ísetningu græðlings. Allar æðarnar voru með alvarlega æðakölkun, ýmist með bólgnar eða óbólgnar æðaskellur. Með ónæmislitun mátti greina tjáningu EP2 og EP3 próteinanna staðbundið í sléttum vöðvafrumum, æðaþelsfrumum og stórát frumum innan æðanna. Þó að ónæmislitanir sýndu jákvæða svörun í fleiri hálsslagæðum en lærleggsslagæðum var ekki hægt að stað festa þann mun með RT-PCR aðferð. Með RT-PCR mátti greina tjáningu EP2 RNA og EP3 RNA í öllum sýnum hvort sem um var að ræða bólgnar eða óbólgnar háls- eða lærleggs slagæðar. Niðurstöður sýna því að EP2 og EP3 viðtakarnir eru tjáðir í hálsslagæð og lærleggs slagæð með æðakölkun óháð bólgu. Af þessu má draga þá ályktun að PGE2 við takarnir EP2 og EP3 geti haft þýðingu fyrir meingerð æðakölkunar og gætu þessar upplýsingar verið mikilvægar fyrir sjúklinga með æðakölkun og meðhöndlun þeirra í fram tíðinni. Steinþóra Þórisdóttir Ágrip af MS ritgerð sem varin var við Lækna deild Háskóla Íslands október 2005. Meistaranámsnefnd: Halldór Jóhannsson Stefán Einar Matthíasson Vigdís Pétursdóttir Hrefna Guðmundsdóttir Prófdómarar: Jóhannes Björnsson Þórunn Rafnar Höfundur er lífeinda fræðingur og starfar sem rannsóknarfulltrúi hjá Encode – Íslenskum lyfja rannsóknum ehf. steinthora.thorisdottir@ encode.is Meistararitgerð / ágrip Tjáning prostaglandín viðtakanna EP2 og EP3 í slagæðum með æðakölkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.