Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 44
44 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
Meistararitgerð / ágrip
Umhverfur eru erfðabreytileikar sem breyta
byggingu litninga. Til eru umhverfur sem eiga
hlut í myndun erfðasjúkdóma en einnig eru
þekktar umhverfur sem að því er virðist tengj
ast ekki ákveðinni svipgerð. Svipgerð sem
fylgir umhverfu getur stafað af stökkbreyt
ingu í erfðavísi á bakgrunni umhverfunnar en
einnig getur svipgerðin útskýrst af beinum
áhrifum frá umhverfunni. Umhverfur geta til
dæmis leitt til þess að erfðavísar brotni upp
og geti því ekki myndað þau eggjahvítuefni
sem þeim ber.
Umhverfan sem hér er rannsökuð er stað
sett á 8p23 og var fyrst lýst af Giglio og félög
um á ráðstefnu bandaríska erfðafræðifélagsins
(ASHG) árið 2000. Þeir rákust á svæði í erfða
menginu þar sem tíðni yfirvíxlana var óeðli
lega há og staðfestu með FISH (Fluorescent in
situ hybridization) á litningum að þar væri
umhverfa. Umhverfa þessi er algeng t.d reynd
ust 26% einstaklinga af evrópskum uppruna
vera arfblendnir um hana (Giglio et al. 2001).
Umhverfa þessi á litningi 8p23 hefur verið
tengd við sjaldgæfar tvöfaldanir og yfirvíxlanir
sem leitt hafa til alvarlegra erfðasjúkdóma.
Þegar þessi rannsókn hófst var hvorki
vitað hversu stórt umhverfða svæðið væri né
hver áhrif umhverfunnar væru á arfbera. Mark
mið þessa verkefnis var að rannsaka umhverf
una og áhrif hennar nánar. Bacterial artificial
chromosomes, BAC-ar, voru notaðir til að
kortleggja umhverfusvæðið með FISH á löng
um litningum. Brotsvæðin voru þrengd niður
í þrjá BAC-a annars vegar og í tvo BAC-a hins
vegar. BAC-a pör innan umhverfunnar voru
notuð til að greina arfgerð 252 sýna úr ein
staklingum með tilliti til umhverfunnar með
FISH. Tíðni umhverfunnar var ákvörðuð í
þremur sjúkdómshópum; geðklofa, heilablóð
falli og felmturröskun auk viðmiðunarhóps.
Niðurstöðurnar sýndu að umhverfða
svæðið er um 4.5 Mb að stærð og að tíðni
umhverfunnar á Íslandi er 37% fyrir óalgeng
ara og 63% fyrir algengara formið. Auk þess
reyndist tíðni umhverfunnar tölfræðilega
marktækt hærri í felmtursröskunarhópnum
en í viðmiðunarhópnum með áhættuhlutfall
um 1.6 á Íslandi (p = 0.05). Að lokum kom í
ljós að sú basaröð af erfðamengi mannsins
sem gefin er upp í gagnabanka University of
California at Santa Cruz (NCBI Build 34) er sú
röð sem er óalgengari á Íslandi. Ekki er ljóst
hvort áhættuþátturinn fyrir felmtursröskun er
sjálf byggingarbreytingin eða breytileiki í geni
á eða í námunda við umhverfusvæðið. Niður
stöður okkar styðja þá hugmynd að breytileiki
í litningagerð geti átt hlut í myndun flókinna
erfðasjúkdóma.
Sóley
Björnsdóttir
Ágrip af meistaraprófs
ritgerð sem varin var
við læknadeild Háskóla
Íslands, janúar 2006.
Umsjónarkennari:
Jóhannes Björnsson
Aðrir í MS nefnd:
Margrét Steinarsdóttir
Hreinn Stefánsson
Prófdómarar:
Unnur Þorsteinsdóttir
Kesara Anamthawat
Jónsson
Höfundur er lífeinda
fræðingur og starfar hjá
Íslenskri erfðagreiningu.
soley.bjornsdottir@decode.is
Rannsókn á umhverfu á litningi 8 með flúrljómun:
Tengsl við felmtursröskun á Íslandi