Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Page 49
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 49
Aðalfundi var ekki slitið þann 16.
apríl 2005 vegna þess að við blasti
nafn- og lagabreyting á Alþingi til
handa félagsmönnum sem tók gildi
tíu dögum síðar. Framhaldsaðalfund
urinn var því haldinn til að breyta
lögum félagsins í samræmi við nýtt
nafn. Kristín Hafsteinsdóttir formaður
setti fundinn og var fundarstjóri áfram
Eygló Bjarnardóttir og Kolbrún Kára
dóttir fundarritari. Fundurinn var hald
inn í salnum á 3ju hæð í Lágmúla 7.
Fyrsta mál á dagskrá framhaldsað
alfundarins var lagabreytingar. Nafni
og lögum félagsins var breytt í
samræmi við breytingar Alþingis á
Lögum um lífeindafræðinga sem tóku
gildi 26. apríl 2005. Félagið fékk
nafnið Félag lífeindafræðinga sem
skammstafað skyldi FL. Ný lög félags
ins voru samþykkt og sett á heima
síðu þess. Var nafnabreytingin sam
þykkt og henni fagnað af öllum við
stöddum. Kristín greindi frá forsögu
nafnsins lífeindafræðingur og kallaði
síðan upp Jónínu Jóhannsdóttur sem
átti hugmyndina að nafninu og veitti
henni viðurkenningu frá félaginu
með þökk fyrir nafnið. Jónína greindi
frá því að hugmyndin að nafninu
hefði komið upp þegar fyrirtækið
Lífeind varð til.
Í framhaldi af nafnabreytingu var
gerð breyting á reglugerðum félags
ins og skal þá fyrst nefna breytingu á
starfsreglum vísinda- og fræðslusjóðs.
Samþykktar voru reglur um vísinda
sjóð FL annars vegar en í þeim er gert
ráð fyrir því að hverjum félagsmanni
sé greitt óskert framlag frá vinnuveit
enda vegna launa hans í lok hvers
bókhaldsárs. Reglur um vísindasjóð
inn voru settar á heimasíðu félagsins.
Hins vegar voru lagðar fram reglur
um fræðslusjóð sem veita skal úr
styrkjum til framhaldsmenntunar og
sérstakra fræðiverkefna félagsmanna
samkvæmt umsókn sem þeir þurfa að
leggja inn til sjóðsins. Umsóknartími
og reglur sjóðsins voru sett á heima
síðu FL. Siðareglur nýja félagsins voru
kynntar og samþykktar og settar á
heimasíðu. Steinunn Matthíasdóttir
bað um orðið og afhenti Kristínu for
manni blóm með kærri þökk frá líf
eindafræðingum fyrir framlag hennar
í nafna- og lagamálinu.
Samþykkt var áskorun til land
læknis, hún hljóðaði svo: „Aðal
fundur Félags lífeindafræðinga,
haldinn 11. júní 2005, skorar á
landlækni að stofna stöðu lífeinda
fræðings við embættið til eftirlits,
leiðbeiningar, ráðgjafar og gæða
stjórnunar með þjónusturann
sóknum á lækningasviði“. Stjórn
félagsins var falið að koma þessari
áskorun áleiðis.
Fundarstjóri sleit fundinum og um
leið var skálað fyrir nýju nafni og
bjartri framtíð.
Framhalds-aðalfundur
Meinatæknafélags Íslands
11. júní 2005
Kristín formaður afhendir Jónínu viðurkenningu fyrir nafnið lífeinda
fræðingur. Viðurkenningin var forkunnarfagur penni búinn til úr
íslensku birki með nafni hennar og starfsheiti.
Félagsmál / framhalds-aðalfundur