Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 55

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 55
Kristín Hafsteinsdóttir formaður Félags lífeindafræðinga setti fundinn og bauð alla velkomna í ný og glæsileg húsakynni BHM í Borgartúni 6 og benti jafnframt á að þetta væri fyrsti aðalfundur FL. Fundarstjóri var Sigrún Stefánsdóttir og fundarritari Kolbrún Káradóttir. Kristín flutti síðan skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2005 – 2006. Skýrsla stjórnar Samningaviðræður Þann 30. nóvember 2004 rann út kjarasamningstími sem staðið hafði frá 2001. Félagsmenn gerðu sér vænt ingar um að nú gætum við farið að ná leiðréttingu launa okkar. Samninga nefndin - sem skipuð var fulltrúum úr sem flestum starfshópum innan félags ins kom saman og var ekki í nokkrum vandræðum með hvaða kröfur skyldi setja á oddinn: Við viljum sambæri­ leg laun fyrir sambærileg störf! Samninganefnd FL mætti á fundi hjá Samninganefnd ríkisins (SNR) og náði að koma kröfu okkar skýrt og skorin ort á framfæri. Öll félög innan BHM fengu sömu snöggu, köldu sturtuna frá SNR og gengu fljótt út af fyrsta og öðrum fundi og hjá mörgum þeirra urðu fundirnir ekki fleiri þ.e.a.s. fyrir stök félög. Við sátum áfram báða fund ina og tókst að hleypa fulltrúum Fjár málaráðuneytisins upp með því að halda okkur við efnið, „Nú hafið þið lokið máli ykkar og við viljum koma kröfum okkar á framfæri!“ SNR kom samt alltaf með lokaorðið: Þið fáið ekkert, það er ekkert í boði. Okkur skyldist að hið svo kallaða góðæri sem „landsmenn“ voru sagðir vera að upplifa væri háð því að við fengjum alls ekki launahækkanir. Við héldum samt áfram að krefjast funda og ger um enn! Já, við erum enn að bíða eftir fundi með SNR, fundi um vaktir og útkallstíma sem vel gæti orðið í næstu viku! En þegar ljóst var að ekki átti að semja um launabætur settumst við félögin í BHM sem hafa fulltrúa sína í miðstjórn og samþykktum í ársbyrjun 2005 að veita viðræðunefnd BHM áframhaldandi umboð til samninga viðræðna við SNR. Þar sem því hafði verið stungið að okkur að ef við vildum það alveg endilega gætum við svo sem fengið eina launatöflu í stað 15 áður og eitthvað fé til að hjálpa til við samræmingu launa samkvæmt henni. Öll félög innan BHM tóku þátt í þessum viðræðum. FÍN hætti við samstarfið rétt fyrir undirritun sameig inlegs samnings í febrúar og sálfræð ingar hurfu frá því líka. Hin félögin innan BHM, 22 talsins, gengu saman undir samkomulag um 1. og 11. kafla þeirra kjarasamninga sem þau höfðu gert árið 2001. Samkomulagið um eina launatöflu og sambærilega launajöfnun var undir ritað 28. febrúar 2005. Aðalbreytingin var að frá og með 1.maí 2006 tekur gildi ein launatafla fyrir öll þessi félög og um leið skal vera búið að ganga frá einum sameiginlegum stofnanasamn ingi fyrir þessi félög á hverjum stað fyrir sig. Samninganefnd FL leit samt sem áður svo á að ekki væri búið að ganga frá samningi því það voru sér mál varðandi vinnutímakaflann sem félagið vildi fá leiðréttingu á. Samninga nefndin hefur átt nokkra fundi með SNR varðandi þau mál en enn er ekki komin niðurstaða. Borgartún 6 Á svipuðum tíma og við gerðum sam komulagið samþykkti stjórn MTÍ – já, þá hét félagið Meinatæknafélag Íslands – umboð til formanns til undirritunar á stofnsamningi fyrir Húsfélag BHM sf. vegna kaupa og reksturs á hluta félagsins í fasteign að Borgartúni 6. En í ársbyrjun 2005 hvíldu mörg mál á stjórn félagsins sem endra nær. NML2005 Ráðstefnan NML2005 var stærst fagmála þetta ár. Stjórn MTÍ hafði gert samning við Congress Reykjavík um allar framkvæmdir nema dag skrána sjálfa þ.e. faghliðina. Um hana sá einvala lið. Dagskrárnefnd MTÍ, sú sem sá um faghlið ráðstefnunnar, var einstaklega dugleg og eru enn að berast lofsyrði um ráðstefnuna þannig að þeim ber að þakka frábær störf. Það er innihaldið sem skiptir máli! Umgjörðin hjálpar auðvitað, það sjáum við vel í þessu hálfkaraða húsnæði sem við stöndum í hér á þessum fundi. En ef innihaldið, efnið, sem flutt er á erindi við þá sem mæta kemst til skila og verður þeim til upplýsingar þá er allt eins og best verður á kosið! Þess má geta að fjárhagslega kom ráðstefnan ágætlega út. Sjóðir MTÍ Annað mál sem hvíldi á okkur var að öðru hverju bárust okkur inn á fundi fregnir af efasemdum um meðferð okkar á kjaradeilu- og B-hluta-sjóð unum. Athugasemd barst um að ekki hefði verið staðið löglega að breyt ingum á þessum sjóðum. Ekkert fannst sem betur mætti fara. Fræðslu sjóðurinn blómstrar og verið er að vinna í fyrstu úthlutun úr honum. Kjaradeilusjóðurinn vex þótt engin séu til hans framlögin lengur og enginn hefur kvartað yfir því að fá vís indasjóð sinn sendan inn á banka, óskertan. Stofnanasamningur við LSH Eftir því sem á leið fram á árið 2005 gerðum við okkur það vel ljóst að ef við ætluðum að ná einhverjum mögu leika á því að fá sambærileg laun við aðrar heilbrigðisstéttir sem vinna sam bærileg störf við okkar yrði mörgu að breyta og það strax. Skýrsla stjórnar FL flutt á aðalfundi 18. mars 2006 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 55 Félagsmál / aðalfundur FL 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.