Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 59

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 59
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 59 Hátt á annað ár er liðið frá því Landspítali háskólasjúkra hús (LSH) tók yfir alla rannsóknavinnu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undir stjórn Klínískrar lífefnafræði deildar Rannsóknarstofnunar LSH. Boðið er upp á blóð tökur alla morgna á heilsugæslustöðvunum. Farið er héðan úr Fossvogi á 11 stöðvar og er tekið þar blóð í eina og hálfa til tvær og hálfa klst., allt eftir umfangi stöðvarinnar. Blóð fyrir kemíurannsóknir er skilið niður og tekið er við þvagprufum. Þetta vinnur frábær flokkur blóðtökufólks, bæði lífeindafræðingar og sjúkraliðar. Dálítið gengur erfið lega að manna stöður og spila þar laun stærsta rullu eins og á fleiri stöðum. Beiðna- og svarakerfi LSH, FlexLab, er tengt á allar heilsugæslustöðvar og eru rannsóknabeiðnir bæði fyrir blóð- og þvagrannsóknir skráðar þar inn jafn óðum og blóðið er tekið. Mikil og góð samvinna er við rannsóknastofur LSH bæði í Fossvogi og á Hringbraut með mönnun í stöður í Fréttir / heilsugæslustöðvar Blóðtaka á heilsugæslustöðvum fríum og slíku. Flest sýnin eru unnin í Fossvogi og kemur blóðtökufólk með þau rétt um hádegið að loknum sínum rúnti á stöðvarnar. Svör dagsins prentast síðan út á viðkom andi heilsugæslustöð síðla dags. Nýtt beiðna- og svarkerfi (RoS) er væntanlegt og tengist það inn á tölvukerfi heilsu gæslustöðvanna og í FlexLab rannsóknastofa í blóðmeina fræði og klínískri lífefnafræði LSH og mun það spara þó nokkra vinnu við skráningu. Við höfum ekki orðið varar við óánægju fólks með þetta nýja fyrirkomulag á heilsugæslustöðvunum en sex stöðvanna höfðu ekki rannsóknastofu áður en nú fá þær blóðtökuþjónustu. Heilsugæslustöðin í Mosfellsbæ hélt sínum lífeindafræðingi en hann sendir kemíurannsóknir á Hringbraut. Anna Kristjánsdóttir deildarlífeindafræðingur Á vef Háskóla Íslands segir: „Læknadeild skiptist í þrjár skorir; læknisfræðiskor, sjúkraþjálfunarskor og geisla- og lífeindafræðiskor. Við deildina starfa fremstu sérfræðingar landsins á öllum sviðum líf-og læknisfræði og sjúkraþjálf unar. Um hundrað kennarar og sérfræðingar eru fastráðnir við deildina auk þess sem fjöldi stundakennara kemur að kennslunni, allt fólk með framhaldsmenntun frá fremstu mennta- og heilbrigðisstofnunum í hinum vestræna heimi. Í læknadeild er öflugt rannsóknarstarf og birta kennarar deildarinnar niðurstöður tuga rannsókna á hverju ári í alþjóðlega viðurkenndum fræðiritum.”. „Geisla- og lífeindafræðiskor annast kennslu og rannsóknir í geisla- og lífeindafræði. Námstími til BS gráðu í geisla- eða lífeindafræði er 3 ár eða 90 einingar. Til að ljúka námi sem veitir starfsréttindi sem geisla- eða lífeindafræðingur þarf nemandinn að ljúka fyrra ári M.S. náms eða 120 einingum, alls 4 árum. M.S. nám, sem boðið verður upp á er tveggja ára nám þar sem fyrra árið verður byggt upp á námskeiðum þar sem veruleg áhersla verður lögð á rannsóknatengt starfsnám og/eða rannsóknaverkefni en seinna árið er M.S. rannsóknaverkefni. Að loknu 5 ára námi hefur viðkomandi hlotið MS gráðu auk starfs réttinda. Fyrirvari: Vinsamlega athugið að enn er unnið að skipulagningu náms í geisla- og lífeindafræði. Sá fyrirvari er gerður að inntak og einingavægi einstakra námskeiða getur breyst. Allar breytingar verða jafnharðan og þær hafa verið ákveðnar færðar í vefútgáfu kennsluskrár og tilkynntar stúdentum. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf. Jafnframt teljast nem endur sem lokið hafa frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands/Háskólans í Reykjavík uppfylla inntökuskilyrði til að hefja nám í geisla- og lífeindafræðiskor. Samkeppnispróf er haldið að loknu fyrsta misseri (í desember). Fjöldi stúdenta sem tekinn er inn í nám við deildina eftir samkeppnispróf er takmarkaður ár hvert við 10 nemendur í geislafræði og 15 nemendur í lífeinda fræði.“ Fréttir / menntamál Geisla- og lífeindafræðiskor við Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.