Freyja - 01.01.1908, Qupperneq 14
0
FREYJA
X. 6 7.
.,Ariö 1878 var mál vort loks tckiö fyrir. Eitt hundraö af
hópnum haföi ýmist dáiS eöa oröið brjálaö. Eitt lnmdráð níu-
tiu og þremur manneskjum var raöaö í ganginn. Mcira en
helmingur þessa fólks stóö í félagi voru, og brá mér kynlega
viö, er ég í fyrsta sinni sá svo margt fólk, sem ég haföi talaö viö
um al-la mögulega hluti á þriðja ár. Flest leit þaö illa út og
mátti sjá á i ví mörgu mcrki rússnesku píningarverkfæranria.
Við afréðum aö mótmæla rannsókn og réttarhaldi, þvi við viss-
um, að réttarhaldið yröi ekkert nema yfirskin hvort sem var, og
dómnefndin átti að veröa skipuö af keisaranum. Okkur var
samt skift upp í smáhópa, er samanstóðu af 10 eða 15 manns.
Þiegar að mér kom mótmælti ég þessu réttarhaldi og var fang-
elsisvist mín fyrir það lengd upp í 5 ár við þrælaviunu í Siber-
íunámunum, og eftir það til æfilangrar útlegðar í Sí-beríu.
„Til þess að forðast upphlaup, vorum við tekin aö nætur-
lagi tíu og tíu í hóp, og drifin upp í lokaða vagna. Til beggja
liliða við mig sátu digrir varðmenn. Fyrir vagninum gengu
þrír hestar. Vagnarnir höföu engar stálfjaðrir, og varð því
hristingurinn lítt Þolandi. í 'þessum vögnum áttum við aö vera
í tvo mánuði og fara yfir 5,000 mílur vegar. Vagnarnir voru
voridir, en þrátt. fyrir það héldum við oft áfram nætur og daga
í senn og stönzuðum ekki, nema meðan að skift var um hesta,
og tók þaö um tíu mínútur. Urðu þá margir fárveikir af svefn-
leysi og öllum leið illa. Varömönnunum var skipað að yfirgefa
okkur hvorki nætur né daga, og höfðum við konurnar ekki önn-
ur ráð til að fría okkur stund og stund við hið óvelkomna eftir-
lit þeirra, en að halda sjölunum okkar upp á rnilli þeirra og
okkar, og skiftumst viö á um Þaö verk klukkutímum saman.
Þrjár konur voru í förinni, sem komu einungis til að vera hjá
mönnum sínum, er voru útlagar. Samt sættu þær sömu með-
ferð og við hinar.
„A'7iö vorum öll í fangafötmn, og karlmennirnir fjötraðir
á liöndum og fótum og hálf-rakaðir og klipptir. Varðmennirnir
stálu af oss peningum þeim, cr vinir og vandamenn gáfu oss aö
skilnaöi, og urðum við þvi aö lifa á því, er stjórnin skammtar
föngum sínum, en það eru //2 cent á mann yfir daginn. Þegar
okkur var sérstaklega ætlað aö sofa, vorum við lokuö upp eitc