Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 38

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 38
FREYJA X. 6 7. !74 VIII, Róma flúöi inn í ráðaneytisstoíuna, kastaði sér í stól við borð og huldi andlitið í höndum sér. A borðinu lágu ýmiskon- ar embættisskjöl. Borðplatan var úr þykku gagnsæu greri en undir því var mynd af kastala barónsins í Albon hœðunum. Róma var í þungu skapi því hún, eins og allir aðrir vissi, að til hennar hafði Rossi beint örfum sínum og að hann berg- málaði almenningsálitið. Um þetta var hún að hugsa, þegar hún heyrði reglubundið fótatak ogfann síöan hendi drepið við öxl sér. Hún hrökk við eins og naðra hefði stungið hana, klemmdi varirnar saman Og starði augnablik á baróninn, því það var hann sem inn kom, og fannst honum heiftarglampa bregða fyrir í augum hennar. Með það tók hún að ganga um gólf og loks stansaði hún frammi fyrir baróninum, hvessti á hann augun og sagði: „Heyröuð þér til þeirra, barón? En hvað þeim þótti gaman að klóra mér og hvað þau möluöu ánœgjulega á meö- an! Áður sól sezt verður þetta flogið um alla borgina og á morgun kemur það í öllurn fréttablöðum ríkisins. Kvennfólk- ið í glerhúsunuin grýtir mig auk heldur aörir. O, ég dey af skömm!1 ‘ Baróninn studdist við borðiö og sneri upp á skeggiö. ,,Nú snúa allir við mér bakinu. Það vantaði einungis á- stæðuna. nú er hún fengin. Eg get ekki, skal ekki iíða þetta-“ Varirnarsem rétt áðnr lýstu fyrirlitningu og drambi titr- uðu nú af gagnstœðum tilfinningum, enda kastaði hún sér nú í stól og huldi andfitið í höndum sér. I því kom Felice inn og sagði að Angelli vœri kominn. ,,Ég kem bráðum, “ sagði baróninn meö áherzlu, svo þjónninn hneigöi sig og fór, en báróninn sagði við Rómu: ,,Þér hafið veriö opinberlega sví- virtar og ég get vel sett mig í yðar spor. Engu að heldur inegið þér rnisbjóða mér í viðurvist þjóna rninna né kenna mér þetta. '* ■ .,Og hverjum svo Sem skyldi það’vera að kenna ef ekki yöur? Hverjum! sagði hún með áfergju, En hann svaraði engu og það sefaöi hana svo hún færöi signœrnonum og sagði: ,,Nei, nei, ég gat ekki meint það. “ Með það kyssti hann hana

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.