Freyja - 01.01.1908, Page 45
X. 6-7. FREYJA i8i
kvennfólksins, sem á ísl. hefir komiö—söguna:,,Eiður Hel-
enar Harlow“.
Auk þessa hefir Freyja eins og önnur blöð, gjört sitt til
að skemmta og fræða.
Enn þá einusinni þakka ég vinum mínum og Freyju.
drengilegt fylgi. A því byggist framtíð hennar og mun ég
því reyna að gjöra hana þess maklega.
Loksins.
Er ,,Hið fyrsta íslenzka kvennfrelsis kvfélag í Ameríku, “
til orðið í Winnipeg. Það hefir lengi verið hjartans ósk mín
að slíkt félag yrði til og fyrir framtakssemi og dugnað nokk-
urra áhugasamra kvennfrelsisvina er það nú orðið. Mér er
því sannarlegt gleðiefni að geta flutt vinum mínum og kvenn-
réttindamálsins þessa fregn nú og ég vona að Freyja hafi á
komandi tíinum góðar fréttir að flytja af þessum félagsskap.
JÓN Ólafsson.
Einn af hæfustu og elstu blaðamönnum og ritstjórum á
Islandi hefir nú hætt því starfi fyrir fullt og allt. Jón ritst.
Ólafsson er svo vel þekktur meöal Vestur-Islendinga, að nóg
er að geta hans, eða eins og skáldið segir: —rétt að nefna
nafnið þiTT, til þess að allir kannist við hann. Síðustu ár-
in hefir hann verið ritst. ,,Reykjavíkurinnar“, heima og í síð-
ustu blöðum hennar er kveðja hans til lesenda blaðsins, og
mynd af honum ásamt ágripi af œfisögu hans, ritaðri af eftir-
manni hans við ,, Reykjavíkina, “ herra Magnúsi Blöndal. Af
mynd þeirri að dæma er J. Ó. mjög breyttur frá því er hann
var þegar hann var hér vestra, og sýnir, að lífs baráttan hefir
komið við hann, enda var þess von, um jafn örlyndan og til-
finningasaman mann.
Framar flestum mönnum var J. Ó. hœfur fyrir þá stöðu,
sem hann hefir svo vel og lengi fyllt, til þess hafði hann írík-
um mœli þá tvo kosti, sem blaðamanni eru allra kosta nauð-
synlegastir, en það er þekking og dómgreind. Hann er allra
manna skarpastur að sjá göt á rökfræði annara og meinfynd-
inn þá er hann vildi það við hafa og væri nú á margt að minn-
ast er maður lítur yfir liðna tíð, ef rúm og tími leyfði. Rit-
háttur hans var jafnan fjörugur og þó sannfœrandi. Fáa ef