Freyja - 01.01.1908, Qupperneq 47

Freyja - 01.01.1908, Qupperneq 47
X. 6-y. FREYJA 183 Tvœr bækur. Tvœr bcekur hafa Freyju veriö sendar í vetur. Önnur er ,,Draupnir“ (11 árg.) eftir frú Th. Hólm, hin er Ljóöabók Magnúsar Markússonar. Viövíkjandi Draupnir mætti hér end- urtaka það sem ég hefi áöur sagt um rithátt höf. enda er þetta hefti áframhald af sögu Jóns biskups Arasonar. Margir bíða niöurlagsins meö óþreyju og sýnir það bezt vinsældir ritsins. Viövíkjandi ljóðmœlum M.M. er það aö segja, aö ég hefilesið þau og margt í þeim mér til ánœgju. Mér hefir komiö til hug- ar að ég gerði rétt í að segja álit mitt á bókinni, en fundið um leið, aö það tekur meiri tíma en ég sem stendur hefi ráð á. Læt ég mér því nægja að sinni, að þakka höf. framannefndra bóka kœrlega fyrir þær. Rétt þegar Freyja er að fara ípressuna, kemur „Reykja- vík‘ ‘ með þá frétt, aö allar konurnar sem í kjöri voru við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar í höfuðborg Islands, hafi komist að, og þakkar fregnritinn þann sigur, hyggilegri aðferð og traustum samtökum. Hvar er nú afbrýðissemin og smásálar- skapurinn sem konunum er svo oft borinn á brýn? I nafni hins nýmyndaða ísl. kvfreisis kvféh í Winnipeg og sínu eig- in, óskar Freyja systrunum heima til hamingju, með þenna nýfengna sigur. Kaupendur Freyju eru vinsamlegast beðnir að fyrirgefa uráttinn á útkomu þessa blaðs. Fólk er einnig vinsamiega beðið að fyrirgefa það, að ,, Barnakróin'‘ varð út undan í þetta sinn. ------o----- GANGUR LÍFSINS. Þar til leysumst ánauð úr öllum þrotnir harmi ávalt fylgist skin og skúr, skuggi og sólarbjarmi. Þyrnir.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.