Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 17

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 17
7 haldið áfram, að margvisleg starfsomi fari fram i honum. Hjartað verður að slá, svo að blóð goti streymt um likamann; brjóstið verðui' að hreyfast, svo að andardráttur geti farið fram. Líkaminn verður að halda sínum eðlilega hita. Hugurinn reikar og hvílist ekki, ekki einu sinni í svefninum, enda þótt ekki fari fram andleg áreynsla, jafnvel án þess maður verði þess var. Allt þetta hefir í för með sér, eða réttara sagt, er afleiðing af eyðingu iíkamspartanna og brenslu likamsefnanna, eins og drepið hefir verið á áður í riti þessu (Eir 1. árg. bls. 50). Alt lífið er erfiði að þossu leyti: hvíldin, fullkomin hvíld, er dauði. Líkami vor hefir þvi Utgjöld si og æ. Honum fer eins og manni. sem á að inna gjöld af hendi. Hann gotur það ekki nema með tvennu móti, með því að eyða til þoss höfuðstól (eignum) eða tekjum. Tekjur líkamans eru fæðan, maturinn. Fái hann nægiiegan mat, getur hann gegnt sínum margvíslegu störfum, staðið í skilum, „goidið til allra stétta." En ef þessar tekjur hans bregðast, ef hann fær ekki mat, verður hann að taka á höfuðstólnum. Því að náttúran er harður lánardrptt- inn, sem gefur ekki langan gjaidfrest. Og hann á ekki annan höfuðstól en sjálfan sig. Þess vegna iéttist harin, ef fæðan er engin eða ónóg; léttist um það, sem hann hefir eytt fram yfir tekjurnar. En höfuðstóllinn er lítill, og gengur því lmitt til þurðar, og eptir skammvinnan tekjumissj verður líkaminn algerlega gjaldþrota. Það er eitt af mörgu undrunarverðu í fari líkama vors, hvernig hann fer að því að færa sér tekjur sínar í nyt; það er eitt af rnörgu vottur þess, hvernig partar hans skifta með sér verkum, þannig, að hver hefir sínu starfi að gegna, en hinir koma hvergi riærri, en vinna engu að síður hver í þarfir hinna. í líkömum hinna óæðri dýra vantar þess konar verka- skiftingu einatt að miklu leyti. Bandormar hafa t. d. hvorki munn né maga. Fæða þeirra fer inn um skinnið, eða hvar sem hún snertir þá. Pað er óþarfi að taka það fram, að likama vorum er ekki þannig varið. AJlir vita, að hvað lengi sem matur snertir skinn vort, kemst hann ekki inn i likamann, 2

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.