Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 47

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 47
47 Hingað á spítalann hafa komið 5 holdsveikir drengir, 8á yngsti 7 ára, sá elzti 15 ára. Allir hafa þeir átt likþrá for- eldri og búið hjá þeim. 4 fæddust áður foreldrar þeirra sýkt- ust, og eins hygg ég að því sé varið með þann fimta, en veit það þó eigi glögt. Pað er langliklegast, að drengir þessir hafi beinlinis fengið sjúkdóminn af foreldrum sinum eftir fæðing- una, með öðrum orðum: vegna þess að sjúkdómurinn er næmur. Annars er það gleðilegt tímanna tákn, að holdsvoikis- rannsóknir Dr. Ehlers hér á landi virðast hafa borið þann ávöxt meðal annars, að fólk er orðið varkárara þótt mikið vanti á að vel sé Þá fyrst er það eins og vera ber, þegar menn alment sannfærast um það, að sjúkdómi þessuni, sem er einhver sá versti allra sjúkdóma, verði eigi útrýmt á annan hátt en með því að sjúklingarnir verði einangraðir, Hver holdsveiklingur, einkum hinir likþráu, hefir hættu í för með sér fyrir þá, sem eiga mök við þá, og sóttnæmishættan er þvi meiri, sem viðskiftin eru nánari. Að börnum og öðrum ná- skyldum ættingum holðsveiklinga sé þvi mest hætta búin er skiljanlegt. Tvær konur og einn maður hafa tekið það fram í umsókn sinni um inntöku á spítalann, að ástæðan til þess að þau sæktu væri sú, að þau óttuðust, að börn sín og aðrir nánir vanda- menn fengju sjúkdóminn af sér. Þetta er göfugur hugsunar- háttur. Engir þessara sjúklinga voru sérlega fátækir og þurftu þess vegna eigi að fara á spítalann. Sjúklingarnir hafa yfirleitt unað sér vel, einstöku sjúkl- ingar hafa látið í ljósi dálitla óþreyju í byrjun, en það hefir farið af þeim flestum. Þeir skemta sér við lestur, tafl og spil. Annars eru þeir oft mjög glaðir og kátir, og það glymur stundum á kvöldum í spitalanum af söng þeirra og kveðskap og þó eru þeir margir hásir. Það er ánægjulegt að sjá það, að þeir taka sér lífið eins létt og þeir geta. Þeir eru hér margir saman og taka því það skynsamlega ráð, að lifa eins ánægjulega eins og tök eru á og sjúkdómur þeirra leyflr þeim í það og það skiftið. Þeir sjá það sjálfir, að þeir mundu gera

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.