Eir - 01.01.1900, Page 22

Eir - 01.01.1900, Page 22
22 raaginn er tómur, en taka til starfa þegar matur kemur i hann. í magasafanum eru ýmsar tegundir af gerefnum, en mest kveður að því, sem meltir eggjahvítuefnin. Húsmæður í sveit þekkja kæsirinn, sem er í kálfsvinstrinni, og hleypir mjólkina. Samskonar gerefni er í magasafa vorum, enda sam- svarar magi vor vinstrum jórturdýranna. Auk þess mynda kirtlarnir dálítið af saltsýru, sem blandast saman við maga- safann. Gerefnið, sem meltir eggjahvítuefnin, er kallað pepsín. Allir vita, að ef egg eru soðin, hleypur i þeim i>æði hvítan og rauðan, storknar. Þannig er nálega öllum eggjahvituefnum varið. Melting þeirra er í því fólgin, að það hleypur í þau gerð, á þann hátt að þau bráðna aftur, renna. Sé biti af eggja- hvítu látinn í volgan magasafa, þá eyðist hann innan skamms, eins og þegar sykur bráðnar í vatni, en sá er munurinn, að sykrið er ekki siður sykur þó það bi'áðni í vatninu, en eggja- hvítan, sem bráðnar i magasafa, breytist, hættir að vera eggja- hvíta, en verður að öðru efni, sem er kallað peptón. Þótt það sé soðið, hleypur það ekki. Ég býst við, að húsmæðrun- um þætti það kynlegt egg, sem ekki hlypi, við suðu, en við meltinguna í maganum verða þau einmitt þannig á sig komin. Feitmeti meltist ekki í maganum. Éað bráðnar að vísu í hitanum sem þar er, en tekur annars engnm bieytingum. Sterkja og sykur meltast ekki heldur. Maturinn veitist nú fram og aftur í magunum, því hann er nálega í sífellu á iði vegna samdráttar í hinum hvítu maga vöðvum, og blandast safinn þvi vel sanian við matinn. Þeg- ar meltingunni raiðar áfram, verður maturinn að þunnum graut, og þegar svo er komið, sleppir „dyravörðurinn", um- gerðin um mótin á maga og þörmum, honum niður í þarmana. Annars fer ekki fæðan öil í einu; henni er haldið mislengi eftir í magannm, eftir því hve auðmelt hún er, en það er ekki unt að segja með vissu hve lengi hver matartegund sé í heilbrigðum maga. Svo telst til að

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.