Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 29

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 29
20 að lenda á þeim, sem hirðir barnið, ekki i)arninu eða unglingn- um, sem verður fyrir veikinni, og er hún ósjálfráð. Af því veikin berst þannig frá einum til annars, verða menn að gæta þess, að láta ekki heilbrigðan sofa hjá geitna- veikum, eða brúka höfuðföt þeirra. Yeiki þessi gerir ekkert mein öðrurn hlutum líkamans, en þeim sem hún er á. Hún kemst aldrei í blóðið. Það má kalla, að hún læknist aidrei, ef hún er látin af- sldftalaus, að minsta kosti beia menn menjar hennar. í fyrstu eru geiturnar á litlum bletti en brátt stækkar hann og oít myndast nýir blettir, og að lokum fara þær um alt höfuðið. Af því að sveppurinn vex innan i hárunum, niður i hár- rætur, komast engin meðöl svo vel að, að þau geti drepið sveppinn innan í þeim. Skilyrðið fyrir lækningu er því að reita upp öll hárin, og það nægir oft, en öruggara er þó að bera meðöl á um leið. Oft kemur það í ljós, þegar hár fara að vaxa að nýju, að ekki hefir tekið fyrir veikina við fyrstu reitingu; verður þá að reita aftur og stundum oft. Þetta er auðskilið, þvi að hárin geta brotnað svo neðarlega að brotið náist ekki út, og sýkir það út frá sér. Ef menn gæta þess að reita verður nákvæmiega hár fyrir hár, og stundum hvað eftir annað, þá er auðskilið. að veikin er torlæknuð, og tekur langan tima; það þarf mikla þolinmæði til þess, og má hvorugur vera án hennar sjúklingur né iæknir. En það má hverjum vera huggunarefni að vita — og skiija, vona ég, eftir því sem hér hefir verið sagt —, að lækningar- tíminn er margsinnis styttri ef læknis er leitað snemma. Með- an blettirnir eru ekki nema fáir, ef til vill að eins einn, og smáir, tekur hver reiting stuttan tima. Mæðurnar verða að gefa höfðinu á krökkunum vandlega gaum, og sjái þær nokk- uð sem geti gefið grun um að geitur séu að byrja, þá verða þær þegar að leita læknis. f*að er ekki allsendis óhjákvæmilegt að læknir reiti hárin. Ef menn fá verkfærið til þess og tilsögn hjá lækni, má það oft vel takast.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.