Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 24

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 24
24 um sinnum rúmmeiri en maginn, og telst svo til að meðal- iengd þarmanna sé 15 álnir. Mjógirnið eða smáþarmarnir eru 12—13 álnir, en ristiiiinn 2—3 álnir. Tveir stórir kirtlar senda meitingarsafa inn í þarmana; þeir eru brysið („þvotta- brysið") og lifrin. En auk þessara kirtla er sægur af smá- kirtlum í siímhimnu þarmanna sjálfra. Meitingarsaflnn úr brysinu meltir allar fæðutegundir. Hann heflr söruu áhiif á eggjahvítuefnin og magasafinn, og tekur því þar við er hann sleppir. Hann meltir kolvetni, breytir sterkju og matsykii í þnigusykur, á svipaðan hátt og munnvatnið, og hann meltir feitmeti með því að leysa það upp og breyta því i smá fltudropa. Gailið, sem kemur úr lifrinni, starfar að fltu- meltingunni nieð bryssafanum, en annars heflr það fleiri hiut- verkum að gegna en meltingunni einni. Það flytur t. d. nokkur úrgangsefni úr blóðinu t. d. leifar dauðra bióðkorna, og enn- fremur dregnr það úr rotnun í þörmunum, og eyðir þar fýlu. Ef það vantaði, eru likindi til að rotnunarefni gætu myndast að svo miklum mun, að hætt væri við, að þau kæmust inn í blóðið og yrðu líkamanum að meini. Þótt nú þessir meltingarsafar séu öflugir, þá geta þeir aldrei germelt fæðuna. Æfinlega verður nokkuð eftir ómelt, sem gengur niður af likamanum. Það er saurinn. Hann myndast ekki fyr en niðri í ristli. Ofar er ekki aunað en þunt mauk, blendingur af meltri og ómeltri fæðu með miklu vatni, en það hverfur smám saman, og leifarnar færast neðar fyrir samdrátt þarmavöðvanna, sem vér getum alls ekkert ráðið við. Ef veiki er í þörmunum svo að meltingin verður ófull- komin og hreifingin of ör, þá tæmist saurinn niður áður en vatnið og hin melta fæða er horfin úr honum; þá hefir maður búkhlaup eða niðurgang. II. Nýiing fœðunnar. Sagan er enn ekki fullsögð. Að þessu hefir að eins verið drepið á aðalatriðin í melt.ingunni, meðferð líkamans á fæð- unni. Hitt er eftir að minnast á hvernig hin melta fæða komi

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.