Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 21

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 21
21 rækilegrar tyggingar, en ég tel það sennilegt, að Gladstone hafl að einhverju leyti átt að þakka þessari reglu heilsuhreysti sina og langlífi. Tannáta og tannverkur er nu óðuni að færast i vöxt hér á landi, hvað svo sem þvi veldur, og þeir sem missa tennurnar og geta ekki tuggið, þeir fá að vita það um seinan hve þörf vinnuhjú tennurnar eru. Ég hefi von um, að tannlæknirinn fræði menn nokkuð í riti þessu um það, hvernig menn geti bezt komist hjá tannveiki, og vil ég.því ekki fara lengra út í þetta efni. Þegar tyggingunni er lokið, kingir maðui- hitanum eða rennir honum niður, með því að ýta tungunni upp að gómn- um og draga saman vöðvana í kokinu. Éað þrengir þá svo að bitanum, að hann verður að leita niður þarigað, sem betra rými er og, færist því aftur á við og niður í væiindi, sím dregst saman fyrir ofan bitann og færir hann þannig niður í maga. Þótt þessi leið sé ekki löng úr munni og niður í vælindi, er hún engu að síður ekki alls kostar auðrötuð, því að það eru tvær villigötur út úr henni. önnur villigatan liggur niður í barkakýii, en að jafnaði forðast maturinn hana vegna þess að barkalokið legst yfir hana og hylur, meðan maturinn fer fram hjá, en lyftist jafnskjótt upp, þegar hann er kominn i hvarf. Svo ber stundum til, að barkalokið gleymir þessu stai-fi eða getur ekki sint því; þá getur maturinn farið niður í barka, og það segir brátt til sín, því að maður fær þá ákafan hósta, sem setur matinn upp aftur. Manni „svelgist á.“ Hin viili- leiðin er upp á við, bak við úfinn, upp í nef. En þar er einnig settur vörður, úfurinn og lina gómfyllan. Þau leggjast aftur þegar maður rennir niður og loka fyrir nefgöngin, en stundum bilar vörðurinn, og þá spýtist maturinn út um nefið, og geta orðið svo mikil brögð að því, að menn geta nálega ekki komið honum niður í maga. Þegar maturinn er kominn niður í maga, heldur meltingin áfram. I slimhimnunni innan í maganum er aragrúi af smá- kirtlum, sem búa til magasafann. Þeir hvílast að mestu meðan

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.