Eir - 01.01.1900, Side 31

Eir - 01.01.1900, Side 31
31 vór sigg. Fremst í lófa sjómanns er sigg upp undan hverjum fingri. í miðjum lófa trésmiðs á hægri hendi er oft sigg und- an hefflhorninu. Þessi sigg eru gagnleg. Þar sem hornhúðin or oiðin þykk — þar sem sigg er komið — þar þolir hún miklu betur alla áreynslu, þar hleypur síður upp blaðra. Það getur komið fyrir, við mikla áreynslu, að vökvi safnist úr blóðinu undir siggið, og oft vili grafa í slíkum blöðrum. Þá losnar siggið og dettur af, en ný hornhúð vex upp i staðinn og er hún auðvitað þunn í fyrstu, en verður aftur þykk, verður að siggi, ef höndin er höfð til sömu vinnu og áður. Siggin hverfa smátt og smátt úr lófunum á þeim mönn- um, er einhverra orsaka vegna hætta allri erfiðri handavinnu. Ef skór kreppir að fæti, þá verður húðin aum og getur hlaupið upp blaðra — á sama hátt og á höndunum. Slikt skeður oft þá er menn ganga langa vegu og hafa harða skó eða þrönga. Ef skór kreppir að staðaldri, þá kemur sigg í húðina undan skónurn þar sem þrýstingin er mest eða húðin þolminst. Oftast verða tærnar fyrir þessu. Þessi fótasigg eru öðru vísi löguð en lófasiggin; þau eru i laginu eins og keila, og veit keilubotninn út, en strítan inn að leðurhúðinni og grefur sig inn í hana; nú þrýstir skórínn á siggið, þá rokst siggstrítan fastar inn í leðurhúðina, og þá finnur maður „hvar skórinn kreppir." Svo aumt getur holdið orðið unair sigginu, að mann kenni til, hvað litið sem komið er við siggið að utan. Þessi fótasigg köllurn vér líkþorn. f'au eru ein af ver- aldarinnar vandræðum. í öðrum siðuðum löndum eru þau afar algeng. Hér á landi nokkru fátíðari, en þó fara menn ekki varhluta af þeim. „íslenzkir" skór fara ekki eins illa með fæturna eins og „dönsku“ skórnir. Að vísu geta islenzku skórnir verið þröngir og harðir, en þeir linast og liðkast undir eins og stigið er í vott og þá rímkar um fótinn. Skókrepp- an verður aldrei eins stöðug, ef gengið er á íslenzkum skóm, og likþornin þess vegna ekki eins vond og mörg. Útlendur skófatnaður er að þessu leyti miklu verri. Tí^k- /2 an heimtar að skórinn sé sera minstur og einkum að hann

x

Eir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.