Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 15

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 15
16 gert ráð fyrir að 20 sjúkradágar komi á hvern af hinum sið- artöldu, með 3 kr. kostnaði á dag, samsvarar þotta fyrir New- port 20 X 3 X ,no/3 X 10,2 X 24,756 = 505022,40 kr. Til samans verður þessi hagnaðui' af fyrirkomulaginu fyrir Newport ca. 530,000 krónur, en svo má reikna margt fleira. Þessi reikningur er þó ekki sórlega nákvæmur; hór er nefnilega sumpart bygt á breytilogri dauðratölu, en ákveðinni tölu sjúkradaga, en hvorutveggja er líklegt að breytist til batnaðar við það fyrirkomuiag, sem bætir hið almenna heil- l)rigðisástand. Væru töflurnai' fullkomnar þyrftu þær þvi að innihalda dauðratöluna með tilheyrandi sjúkradögum á undan og eftir að þessar heilbrigðisráðstafanir eru gerðar, sömuleiðis tölu sjúkradaga á undan og eftir í þeim sjúkratilfellum, er ekki leiða til dauða. Hvernig þessar töflur í einstökum atriðum mundu líta út ei' ekki gott að segja fyrirfram; það er okki ólíklegt, að tala þeirra sjúkradaga, or til dauða leiða, mundi stækka, en aftur á móti minka að miklum mun tala þeirra sjúkradaga, er hafa bötnun í för með sér, og þar sem þessi lið- urinn er miklu stærri mundi í útkomunni verða stór hagnaður. Þegar svo kemur að því, í þessum hagnaðarreikningi, að taka tillit til margs fleira, t'. d. að virða i peninga hveit mannslíf, er sloknar ákveðnum árum áður en þörf er á, vegna óheppi- legs aðbúnaðar í þeim greinum, er hér ræðir um, þá vandast málið, góðir menn og bræður. Ég ætla heldur ekki að fara út í það að þessu sinni, en læt hér staðar numið. I’að æt.ti að visu við, ef tími væri tii, að athuga nú frekar vora eigin hagi í þessum greinum, að bera saman ástandið hjá oss við það, sem sagt hefir verið. Því þarf ekki að leyna, að vér stöndum í mörgum af þessum atriðum langt á baki annara, sérstaklega er einhver miðaldabragur hjá oss á allri meðferð á skolpi og saurindum. Ef ég fæ tima ti! seinna, langar mig til þess að koma aftur að þessum málum. að þessu sinni verð ég að nema staðar. Það sem ég hefl sagt, ætti líka að geta gefið mönnum ýmsar þarflegar bendingar til að byrja með, menn geta nú sjálflr borið saman og séð í hverju oss er sérstakiega ábótavant. Ég gæti auðvitað íarið nokkrum orðum um sóða-

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.