Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 34

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 34
34 Ser^lavei^in. Enginn eíi getnr verið á því, að sullaveikin i mönnum og skepnum hér á landi fer ár frá ári smáminkandi, ef vér með trúmensku læknum hundana og náum úr þeim hinum háska- lega bandormi, sem veldur sullaveikinni. En nú virðist önnur veiki, sem er miklu verri viðureignar en sullaveikin, vera farin að breiðast út um alt land, og það er hin svo nefnda berklasótt. Fyrstu árin, sem ég var hér læknir, kom það fyrir, að stöku sjúklingur hafði þessa veiki; voru það unglingar um tvítugt. Það hefir einkum farið að bera til muna á veikinni eftir 1886. Það ei' voðaleg tilhugsun, ef svo skyldi fara, að berklasótt skyldi magnast hér á landi, og því rniður eru líkindi til að svo muni verða. Það mun verða líkt og hjá frændum vorum Norðmönnum; þar er hún mjög mannskæð. Fyrir nokkr- um árum síðan dóu í Noregi 15afhundraði af berklasótt af öll- um, sem dóu, og býst ég við, að nú megi telja 20%. Fyrir tveim árum var smárit „Um berklasótt" gefið út á kostnað landsjóðs, þýtt aí héraðslækni Guðmundi Björnssyni, prentað i septemberblaði „Eirar“ 1899. Rit þetta ættu allir að lesa og fylgja þeim reglum, sem þar eru gefnar, til þess að vaiast sóttkveikjuna, sem eins og mörgum nú mun vera kunnugt, langoftast kemur úr hrákum brjóstveikra manna; of vel væri, ætti að lesa þetta smárit, í öllum æðri og lægri skóluin; ritið er svo vel og skilmerkilega samið, að allir geta skilið það, börn jafnt sem fullorðnir. í sambandi við þessi fáu orð skal ég benda á eitt atriði, sem mikils er um vert að vel sé athugað. Þegar brjóstveikin er orðin svo mögnuð, að sjúklingurinn varla fylgir fötum af kraftleysi, fer oft svo, að eitthvað af uppganginum lendir fraraan á fötum hans, þegar hann er að hósta og ekki er síður hætt við, að svo verði, þegar hann er aiger- lega lagstur; auðvitað æt: hann að hrækja í sérstakt ilát, en ekki í klút, en þótt haun hnti serstakt ílát, er rænnleysið orðið svo mikið, að sjúklingurinn gleymir þvi stundum og lætur klútinn hafa það; stundum fer uppgangurinn á fingurna og stundum

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.