Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 45

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 45
45 algerlega. Hún er alstaðar fylgifiskur holdsveiki og likra sára- sjúkdóma t. a. m. lupus (ein tegund af húðberklaveiki). Sóttveikisköst hafa sjúklingarnir fongið oft, stundum með nýjum útbrotum i húðinni (febris eruptionis), stundum án út- brota (febris sine eruptione), þar sem ekki hefir fundizt noinn annar sjúkdómur. Maqakvef (Catarrhns intest. acut) gekk hér á spítalanum í mánuðunum apríl og maí, og fengu margir sjúklingar sjúk- dóminn. Annars hafa engar landfarsóttir gengið hér á spitalanum, en samt sem áður hafa sjúklingarnir verið fremur kvillasamir, eins og við er að búast, þar seni margir þeirra voru svo langt leiddir er þeir komu á spítalann. Um „kirurgiska sjúkdóma“ hefir okki Verið mikið, og þá ekki heldur um „operationir''. „Operationir“ 1898—99. Necrotomia (tekin dauð bein) .........................5 Resectio talocrural. (tekin bein úr fæti..................1 Operatio fistulæ region. gluteæ (skurður á pípusári) . 1 Ðilatatio fistulæ abdomin (seqv. echinscocc. hepat.), (út- víkkun á pípusári).....................................1 Incisiones abcess og phlegmon. (skurðir í ígerðir) . 0 Redressement genuum (rétting á hitjám)................1 Tracheotomia (barkaskurður)................................5 Samtals 2Ö Barkaskurðirnir (Tracheotomiæ) voru allir gerðir vegna köfnunarhættu. Eru sjúkiingarnir allir frískir og kunna vel við sig með barkapípur sinar. Tilfinningin á öllum var deyfð með Cocain-infiltratio. Af 79 holdsveiklingum, sem komið hafa á spítalann til ársloka 1899, hafa 24 verið giftir (12 karlar og 12 konur) og hafa átt 90 börn. Hinir, 55 að tölu, hafa átt. 28 börn. Sam- tals var barnatalan 113. Af þeim hafa 3 fengið holdsveiki (limafallssýki). Faðir eins þeirra er líkþrár, mæður hinna tveggja sömuleiðis líkþráar.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.