Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 38

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 38
Á fyrsta mánuði dóu af þeim, sem fæddust lifandi, alls 132, þar af 74 drengir (61 skilgetnir og 13 óskilgetnir) og 58 stúlkur (þar af 51 skilgetnar og 7 óskilgetnar. Á fyrsta árinu dóu alls 345 hörn. Á aldrinum 90—95 dóu 11 (4 karlar og 7 konur. Á aldr- inum 95—100 dóu 7 (2 karlar og 5 konur). Af slysförum dóu alls 84 þannig: 73 drukknuðu (40 ógiftir karimenn, 1 ógift stúlka, 31 giftir karlmenn og 1 ekkjumaður. Af eldingu dó 1 ekkjumaður; 7 urðu vti (4 ógiftir, 1 giftur, 2 ekkjumenn); 3 dáið af öðrum slysförum; 1 hengdi sig, 1 drekti sér. Af skýrslu þessari má sjá, að ungbarnadauði hér á landi er fjarskalega mikill, þar sem « fyrsta mánuði dóu 132 börn af þoim, sem fæddust lifandi, og síðar á árinu 213 hörn, eða sam- tals 345 börn. í sumum héruðum er ungbarnadauði fram úr öllu hófi; þannig skal ég tilnefna í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu dóu 1898 28 hörn af 112 eða rúmlega 24 af lnmdraði á fyrsta árinu. Mér er ekki kunnugt, hvort ung- harnadauði er viða svona gífurlegur, en óhætt mun vera að fuliyrða, að hann er víða eitthvað svipaður. Þegar ]>annig 345 börn af 2290, scm fœðast lifandi eða um lö af hundraði, crn dáin áð r en ]>an hafa náð öðru aldursári, þá hljóta hér að vera sérstakar orsakir til þessa, og þarf ekki Jengi að leitá til þess að finna aðal-orsökina, en hún er óskynsamleg meðferð á ungbarninu og þá sérstaklega að því, er snertir næringuna. Það er fátt, sem er liættulegra fyrir líf ungbarnsins en óregla, sem kemur á meltinguna og þar af leiðandi maga- og garna- kvef; ungbarnið afber þetta ekki lengi, vesJast upp og deyr. í febrúarblaði ,, Eirar“ var stuttlega skýrt frá því, hver næring væri barninu hollust og skal héi vísað til þess, sem þar er sagt, og ég skal enn fremur hér nota tækifærið til að skora á kvenn- þjóðina að eignast og lesa kverið, sem nefnt er „Barnfóstran“; það kver ætti að vera til „á hverju heimili“; og þær konur, sem eiga börn, ættu að skoða það skyldu sína, að vita alt, það, sem i kverinu stendur, því þá mundi margt barnið lifa, sem annars mundi ef til vill fara of tímanlega í gröfina.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.