Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 23

Eir - 01.01.1900, Blaðsíða 23
23 mjólk sé ekki öllu lengur en l/2— 1 klukkustund i lionum, en átmeti flest er aö minnsta kosti 2—3 klukkustundir. I3á þykir magameltingin léieg, ef matur er lengur i honum eftir máltíðir en 6—7 klukkustundir, og þó því að eins svo lengi að fæðan sé tormelt og mikið borðað. Meltingunni í maganum getur verið áfátt á tvennan hátt. Gerðin getur verið seinfara og léleg, og vöðvarnir geta verið veiklaðir, sve að maginn tæmist síðar en skyldi. Hvort. heldur er, verður afleiðingin sú, að það myndast óeðlilsg gerð i maganum, vindar og daunill efni. Oft erum vér sjálfir valdir að þessu. Ef vér borðum svo mikið í senn, að mag- inn þenjist út um of, getur farið svo að hann nái sér ekki aftur og verður það því fremur, sem þetta kemur oftar fyrir. Það er ekki unt að segja hve mikið maginn taki, þvi það er mjög mismunandi, enda fer það mjög svo eftir því hverju hann hefir vanist. Hér á landi er borðað mikið af spónamat, eða vökvun, að minsta kosti til sveita og ég er hræddur um að það sé einatt meira en góðu hófi gegnir. Það er aragrúi manna hér á landi, sem kvartar yfir veik fyrir brjósti „bringspalaverk“, nábýt o. s. frv. Alt þetta stafar frá veikiun í maganum. Margur mundi komast hjá því að leita læknis vegna þessara kvilla, ef hann fylgdi þeim ráðum, sem draga má út úr því sem hér heflr verið sagt: að tyggja vel, að otfylla ekki magann og að ge/a maganum hvíld með því að láta ekki líða skemri tíma en 5 klukkustundir mifli máltiða, því að ef borðað er aftur áður en maginn er orðinn tómur af niáltíðinni næst á undan, þá fær hann nýjan starfa og enga hvíld. Menn mega ekki ætla, að meltingunni sé lokið þótt mat- urinn sé kominn úr maganum. Það er enn mikið ógert. Það kveður svo ramt að þvi, að það eru dæmi t.il þess að menn hafa lifað án þess nokkur melting verði i maganum, af því magann vantar eða hann getur ekki starfað. Meltingarhlut- verk þarmanna er mjög mikiisvert, enda eru þarmarnir mörg-

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.