Helgarpósturinn - 21.11.1985, Síða 21

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Síða 21
 s ^^^agan segir að Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra eigi í miklum vanda þessa dagana og aldrei þessu vant eru það ekki húsnæðismálin, sem eru að fara með hann. Nei, nú er það enn eitt ráðningarmálið, sem lendir á borði framsóknarráðherra. Eins og fram kom í fréttum um daginn sóttu 12 manns um starf Zophoníasar Páls- sonar, skipulagsstjóra ríkisins, sem senn lætur af störfum. I stjórn skipu- lagsstjórnar var gengið til atkvæða um umsækjendur og fengu þá tveir umsækjendur atkvæði, Sigurður Thoroddsen yfirarkitekt 1, en Stefán Thors arkitekt 4. Björn Friðfinnsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga bar Stefán upp og eina mótatkvæðið kom frá Garðari Halldórssyni liúsameist- ara ríkisins. Þar mun manngæska hafa ráðið ferðinni. Hvað um það, nú er sú staða komin upp, að Stein- grímur Hermannsson forsætis- ráðherra leggur hart að Alexander að veita Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt starfið. Ástæðan mun m.a. vera sú, að frammarar vilja sýna, að þeir gangi ekki framhjá konum í embættaveitingum. Með þessu á líka að bæta fyrir mistökin, þegar Alexandér gekk framhjá Hólmfríði Snæbjörnsdóttur sem verið hefur deildarstjóri ráðuneytisins um árabil og réð Húnboga nokkurn Þor- steinsson í starf skrifstofustjóra í fé- lagsmálaráðuneytinu. Nú, þegar nafn Guðrúnar barst til framsóknar- manna kom í ljós andstaða við hana í þeirra hópi. Þeir vildu framsóknar- mann í starfið. Gallinn er víst bara sá, að af þessum 12 umsækjendum var ekki einn einasti framsóknar- maður! Og nú klórar Alexander sér í hausnum... iðáHPhöfumfréttafmargs- konar óþægindum sem hommar og lesbíur hafa orðið fyrir vegna AIDS- umræðunnar. Til dæmis voru eftir- farandi skilaboð krotuð á klósett- hurð á karlasalerni eins af skemmti- stöðum borgarinnar um síðustu helgi: Hommar — vinsamlega notið ekki þetta klósett! Og þar höfðu menn það.. . H^rkvoð ◄Ged Eitt það ódýrasta og besta á markaðnum. Heldur hárinu stífu, en greiðist vel úr. Ilmar vel. Hárlakk ► Gerir hárið miklu stífara en þú átt að venjast og hentar því sérlega vel fyrir íslenska veðráttu. Greiðist ótrúlega vel úr. Má auðveldlega nota með geli. Hárkvoða m/lit \Litategundir ◄ (6 litir) \ MAHOGNI Fyrir fólk með hugmynda- flug! Gefur hárinu einstak- « KASTANIE lega fallegan gljáa og # PALISANDER litblæ. Þvæst auðveldlega úr. Má nota bæði í blautt • BRÚNN hár og þurrt. Ódýrt - og SILFUR dugir í 10 skipti. Fyrir þá sem þekkja frábæra eiginleika High Hair hárkvoðunnar, en vilja halda einkennum eigin háralitar. HeilcJsölubirgðir: Halldór Jónsson hf. Dugguvogi 8-10, 104 Reykjavik simi:686066 vaxtareikningur Sparifé þitt er vel tryggt á Hávaxta- reikningi Samvinnubankans, því Hávaxtareikningur er verðtryggóur meÖ vöxtum. Betri vörn gegn verðbóigu býðst varia. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.