Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST
Á AKUREYRI er í gangi eitt
svakaplott, sem gengur fyrst og
fremst út á það að koma Helga
Bergs núverandi bæjarstjóra í gott
starf. Hann hyggst hætta sem bæj-
arstjóri í vor. Er framsóknarmaður.
i fyrstu var gengið út frá því, að
Helgi fengi framkvæmdastjórastarf
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.
En þá hljóp snuðra á þráðinn.
Gísli Konráösson, annar af tveim-
ur forstjórum fyrirtækisins, sem að
öllu óbreyttu hefði átt að hætta
fyrir aldurs sakir, fór þess á leit
við stjórn ÚA, að hann fengi að
starfa í tvö ár í viðbót. Þessari ósk
kom Gísli á framfæri við Sverri
Leósson einn af framámönnum
íhaldsins fyrir norðan, en ekki við
framsóknarfulltrúa í stjórninni
enda þótt Gísli sé nafntogaður
frammari.
Enda fór það svo í stjórn ÚA, að
allir í stjórninni samþykktu þessa
beiðni nema framsóknarmenn.
Astæðan er auðvitað sú, að Helgi
bæjarstjóri átti að fá starfið.
Nú voru góð ráð dýr. Framsókn-
armenn fór að ,,plotta“ og duttu
loks niður á leik, sem vakið hefur
mikla ólgu meðal bæjarbúa.
Akveðið var að losa sig við fram-
kvæmdastjóra Krossanesverk-
smiðjunnar, Pétur Antonsson, vin-
sælan mann og dugnaðarfork.
Stjórnin kallaði Pétur á sinn fund
á fimmtudag í liðinni viku og
skýrði Pétri frá því, að stjórn
Krossaness hefði samþykkt ein-
róma að gefa honum kost á að
segja upp störfum. Formaður
stjórnarinnar er enginn annar en
Helgi Bergs.
Ástæðan, sem Pétur Antonsson
fékk upp gefna, var sú, að hann
og systkini hans væru að hefja
samkeppni við fyrirtækið Istess,
sem er í eigu KEA, Krossanesverk-
smiðjunnar og norsks fyrirtækis.
Fyrirtæki systkina Péturs, hans og
eiginkonu hans, er hins vegar víðs
fjarri Akureyri. Það er nefnilega á
Reykjanesi hér fyrir sunnan. Þann-
ig er nokkuð ljóst, að Akureyring-
urinn Pétur hefði ekki getað skipt
sér mikið af rekstri fjölskyldufyrir-
tækisins. Formaður stjórnar Istess
var Pétur Antonsson. Uppgefin
ástæða var semsé, að um væri að
ræða hagsmunaárekstur.
Nú er búið að setja Finnboga
Jónsson hjá Iðnþróunarfélaginu
sem formann, en þess má geta, að
hann er mágur Helga Bergs. Ætl-
unin mun vera sú, að Finnbogi
taki við heila galleríinu fram á
vor, en þá vill svo vel til, að Helgi
Bergs losnar úr starfi sem bæjar-
stjóri og er því spáð, að hann taki
við Krossanesi.
Af Pétri er það að segja, að
hann hefur enn ekki sagt upp og
mun að öllum líkindum ekki gera
það. HP hefur heyrt, að hann
muni a.m.k. gera æði háar launa-
kröfur áður en hann fellst á að
segja sjálfur upp. Ef ekki verður
gengið að þeim ætlar hann að láta
reka sig.
Þessu til viðbótar má geta þess,
að á Akureyri gengur sú saga fjöll-
unum hærra, að Axel Gíslason
fulltrúi Erlendar Einarssonar for-
stjóra Sambandsins flytjist til Ak-
ureyrar og taki við ÚÁ, þegar
Gudjón B. Olafsson kemur frá
Bandaríkjunum til að taka við af
Erlendi.
Og hver verður svo bæjarstjóri
að Helga Bergs brottförnum? Fyrir
norðan segir sagan, að Björn Jósef
Arnvidarson lögfræðingur sé
kandídat sjálfstæðismanna, en
kandídat framsóknarmanna er
sagður vera KEA-maðurinn Bjarni
Hafþór Helgason, tengdasonur
Sigurdar Jóhannessonar, aðalfull-
trúa Vals Arnþórssonar hjá KEA
og efsta manns á lista Framsókn-
arflokksins til bæjarstjórnarkosn-
inga í vor.
ÞEGAR Guðmundur Einarsson,
alþingismaður, var tekinn á beinið
í síðasta formannsþætti Páls
Magnússonar í sjónvarpinu, lýsti
hann m.a. góðu og nánu sam-
bandi sínu við Kristófer Má Krist-
insson, varaþingmann. Sagðist
Guðmundur hafa rabbað við
Kristófer aðeins tveimur tímum
fyrir útsendingu þáttarins og að til
stæði að varaþingmaðurinn tæki
innan skamms sæti á þingi fyrir
hönd Bandalags jafnaðarmanna.
Daginn eftir þennan þátt, þriðju-
daginn 4. mars, birtist hins vegar
stutt viðtal við Kristófer Má í DV,
þar sem hann sver af sér öll tengsl
við BJ og Guðmund Einarsson og
segist aðeins skuldbundinn þeim
kjósendum sem greiddu honum
atkvæði sitt í síðustu alþingiskosn-
ingum. Segir varaþingmaðurinn
ennfremur að sér sé kappsmál að
„koma kellingunum út“ (Kristínu
Kvaran og Kolbrúnu Jónsdóttur),
en lætur vel af góðu samstarfi við
Stefán Benediktsson. Má nærri
geta að yfirlýsing Kristófers varð
ekki til að kæta formanninn, eftir
hina útréttu sáttarhönd í sjón-
varpsþættinum.
Landsnefnd Bandalagsins tók
umrætt viðtal við Kristófer Má á
dagskrá á síðasta fundi sínum og
voru menn almennt óhressir með
yfirlýsingar varaþingmannsins.
Kom fram sú skoðun, að óæskilegt
væri að Kristófer tæki sæti á þingi
í fjarveru Guðmundar því lands-
nefndarmenn höfðu lítinn áhuga á
því að hann yrði fulltrúi og
málsvari BJ eftir þetta síðasta út-
spil í fjölmiðlum.
Sigurjón Vaídimarsson, formað-
ur landsnefndar, staðfesti við HP
að nefndarmenn hefðu athugað
þetta mál, en „þar sem ekki eru
gerðar kröfur til þess að alþingis-
menn kunni mannasiði, er ekki
hægt að koma í veg fyrir að
Kristófer fari inn á þing. Það er
hins vegar mín persónulega
skoðun að hann sé óæskilegur
fulltrúi Bandalagsins eftir þær yfir-
lýsingar sem hann er búinn að
gefa," sagði Sigurjón.
HELGARPÚSTURINN
Ógleðibankinn
Margt ég geymi í mínum þanka
um margumræddan Gleðibanka. .
En ég vil ekki nefna á nafn
neitt sem kynni að styggja Hrafn.
Niðri
SMARTSKOT
UÓSMYND JIM SMART
Tekur þú við af
Denna, Finnur?
Finnur Ingólfsson
„Ég er ekki farinn að hugsa svo langt, ef þú meinar Steingrím
Hermannsson og ég á ekki von á því að svo verði."
— En þú ert óneitanlega á hraðri uppleið í flokknum,
ekki satt?
„Ég er búinn að starfa í flokknum síðan 1982, en þá var ég
kosinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Þá hafði
ég lítið komið nálægt flokksstarfi fyrir Framsóknarflokkinn, en
hafði hins vegar verið í stúdentapólitíkinni fyrir Umbótasinna
og var formaður Stúdentaráðs. Á þeim tíma voru pólitískar
skoðanir mínar að mestu ómótaðar, en sem formaður Stúd-
entaráðs þurfti ég oft að leita til alþingismanna og þá einkum
til fjárveitinganefndar vegna fjárveitinga, t.d. til Félagsstofnun-
ar stúdenta og svo Lánasjóðsins. Þá kynntist ég því að helst
mætti treysta þingmönnum Framsóknarflokksins til að standa
við gefin loforð og því gerðist ég á þeim tíma framsóknarmað-
ur."
— Ert þú með öðrum að undirbúa vinstri slagsíðu á
Framsóknarflokknum?
„Nei, mér finnst ekki rétt að tala um hægri og vinstri í pólitík-
inni. Ég tel mig vera frjálslyndan umbótasinna í Framsóknar-
flokknum."
— Þú fékkst samþykkta tillögu á miðstjórnarfundin-
um um að þingmenn Framsóknarflokksins standi vörð
um það jafnrétti til náms sem núgildandi löggjöf trygg-
ir. Ertu að segja Sjálfstæðisflokknum stríð á hendur?
„Það er ekki alveg rétt að ég sé tillögumaðurinn. Ég talaði
um Lánasjóðinn í umræðum um stjórnmálaályktunina og það
gerðist síöan að ég, Hrólfur ölvirsson og Gerður Steinþórsdótt-
ir sameinuðumst um þessa tillögu. Ég er ekki að segja Sjálf-
stæðisflokknum stríð á hendur. Ég hygg að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafi ekki séð þessi frumvarpsdrög mennta-
málaráðherra, aðeins heyrt um það og ég þykist reyndar viss
um að ekki einu sinni þeir muni styðja frumvarpið."
— En ætli Sverrir sætti sig við að verða undir í þessu?
Verða ekki óhjájcvæmilega einhverjar breytingar?
„Staðreyndin er sú að það þarf enga breytingu á núgildandi
lögum. Menn mega ekki kenna námsmönnum um þá erfiðleika
sem Lánasjóðurinn á við að etja. Þar er fyrst og fremst um að
kenna fyrrverandi menntamálaráðherra, þ.e. Ragnhildi Helga-
dóttur. Hún ákvað að láta framfærslu Lánasjóðsins ekki fylgja
launavísitölu þegar breytingarnar urðu 1. júní 1983."
— Heldur þú ekki að framsóknarmenn lúffi í þessu
máli eins og mörgum öðrum, geri t.d. einhver hrossa-
kaup?
„Það vill svo til að Framsóknarflokkurinn hefur ekki þurft að
lúffa í mörgum málum í þessari ríkisstjórn og ég á ekki von á
því að hann geri það í þessu máli frekar en í öðrum. Skýrasta
dæmið um raunverulegan áherslumun á þessum flokkum kem-
ur fram í nýgerðum kjarasamningum, en þar var leið frjálshyggj-
unnar hafnað, þ.e. að ríkisvaldið sé afskiptalaust af gerð kjara-
samninga eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á,
t.d. í síðustu landsfundarsamþykkt hans. I þessum kjarasamn-
ingum var leið Framsóknarflokks og samvinnumanna farin."
— Æskir þú stjórnarslita?
„Alls ekki á þessari stundu. Sjálfstæðisflokkurinn er í mínum
huga ekki eftirsóknarverður til að starfa með, en ég tel að ný-
gerðir kjarasamningar, sú leið sem þar var farin, muni skila
þjóðinni miklu er fram í sækir. Ég tel því rétt að þíða og sjá til
og tel enga ástæðu til að ganga til kosninga fyrr en kjörtímabil-
inu er lokið, eftir rúmt ár."
— Stefnir þú að því að verða í þingflokki Framsókn-
arflokksins eftir næstu kosningar?
„Ég get vel hugsað mér að verða í þingflokki Framsóknar-
flokksins eftir næstu kosningar."
Finnur Ingólfsson er ungur maður á uppleið i Framsóknarflokknum.
Hann er aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og var kjörinn gjaldkeri
flokksins á miðstjórnarfundi hans um síðustu helgi. Á miðstjórnarfund-
inum lét Finnur til sín taka þegar Lánasjóður islenskra námsmanna bar
á góma og fékk samþykkta tillögu um að þingmenn flokksins standi
vörð um núgildandi námslánalöggjöf og þá væntanlega að um leið
hafni þeir fyrirhuguðum breytingum Sverris menntamálaráðherra.
HELGARPÓSTURINN 3