Helgarpósturinn - 20.03.1986, Page 19
„Væri ég menntamálaráð-
herra myndi ég setja
stjörnuspeki á kennsluskrá
grunnskólanna," segir Ey-
steinn Björnsson stjörnu-
spekingur.
minni á lögmál Keplers. Hann hafði
meira að segja lifibrauð sitt af
stjörnuspeki."
Sálfræði jafnmikil „frat'-
vísindi og stjörnuspeki
— A sálfrœdi nokkuð meiri rétt á
því að vera talin til vísinda en
stjörnuspeki?
„Nei, sálfræðin er viðurkennd
þótt við höfum enga haldbæra stað-
festingu á sálinni. Oft er gert grín að
stjörnuspeki á óréttmætan hátt. Við
vitum að mistök eiga sér stað hjá
læknum en það er ekki þar með
sagt að við lýsum frati á læknavís-
indin. Við tökum mark á veðurfræð-
ingum þótt þeim skjátlist stundum,
svo að maður tali nú ekki um sál-
fræðingana. Sálfræði er ekki síður
„frat'-Vísindi en astrólógía. Ég sé
enga ástæðu til að setja hana skör
hærra en stjörnuspekina.
En ef maður leggur stund á sagn-
fræðilega stjörnuspeki getur hún
gefið manni alveg ótrúlega mikið:
þá rannsakar maður hvernig hún
hefur tengst mannlífinu í gegnum
aldirnar meðan hún var viður-
kennd. Mér finnst alveg dæmigert
að nú á tímum skuli vísindin útskúfa
stjörnuspekinni sem eins konar
gervivísindum, að vísindamenn út
um allan heim skuli skrifa undir yfir-
lýsingar um að hún sé tómt húm-
búkk. En fyrst þeir gera þetta
óbeðnir bendir það til þess að þeir
séu ekkert alltof öruggir með sitt.
Ef við látum liggja á milli hluta
hvort stjörnuspeki virkar eða ekki
þá er enginn þess umkominn að
segja að það sé tímaeyðsla að stúd-
era hana. Hún hefur fylgt okkur í
gegnum mannkynssöguna og núna
er hún í mikilli framför. Einn merkur
fornfræðingur fyrr á öldinni sagði
einmitt um stjörnuspekina: „Það er
ekki tímaeyðsla að rannsaka hvern-
ig annað fólk hefur eytt tíma sínum.“
Ég hef mestan áhuga á hreinum
stjörnuspekivísindum, ekki hagnýt-
um. Ég hef engan áhuga á að pred-
ika hagnýta astrólógíu á torgum.
Maður verður að leggja sjálfur stund
á hana til að hún geri gagn, eins og
ég er búinn að taka fram, rétt eins
og að íþróttir hafa enga hagnýta
þýðingu nema fyrir þann sem legg-
ur stund á þær. En ég sé ekki eftir
einni einustu mínútu sem ég hef eytt
í astrólógíuna.
Væri ég menntamálaráðherra
myndi ég hiklaust setja stjörnuspeki
á kennsluskrá grunnskólanna. Ég
byrjaði sjálfur ekki að læra hana
fyrr en ég var átján ára en ég vildi
óska þess að ég hefði byrjað að læra
fimm, sex ára. Þá væri ég góður."
— En hvernig er best að tileinka
sér hana?
„Þú getur ekki eingöngu lært
stjörnuspeki af bókum vegna þess
að engar ákveðnar reglur eru til. Þú
lærir af iðkuninni og reynslunni og
það krefst langs tíma. Fyrst lærir
maður mest á að skoða eigin kort,
bæði sem fæðingarkort og síðan
hvernig það opnar sig og breytist í
gegnum tímann — og með því að
finna út samsvaranirnar. Þá lærir
maður smám saman hvernig plánet-
urnar virka. Ég hef aldrei orðið
neinu nær um eðli Júpiters með því
að lesa um hann. Á fjórum eða fimm
árum tókst mér að finna út hvernig
hann virkaði bara með því að fylgj-
ast með honum, gefa gaum að þeim
áhrifum sem hann hafði á mig og
annað fólk.
Mér finnst miklu skemmtilegra að
trúa á stjörnuspeki en Krist. Það er
miklu gagnlegra og skemmtilegra í
alla staði og gefur mér þúsund sinn-
um meira. Ef menn bara trúa því
sem er sannanlegt og þá t.d. ekki
astrólógíu, hvers vegna mega þeir
þá trúa á Krist, meyfæðinguna og
upprisu holdsins? Af hverju er guð-
fræði kennd við háskóla en ekki
stjörnuspeki? Hún hefur verið til
miklu lengur en kristin trú og ætti
því að hljóta virðulegri sess.“
Eftir þetta almenna spjall um
stjörnuspeki las Eysteinn út úr
stjörnukortinu mínu. Það borgar sig
víst varla að ljóstra upp öllum leynd-
armálunum sem því tengjast hér á
þessum vettvangi, en þó get ég ekki
stillt mig um að láta þess getið að í
heild get ég leyft mér að líta framtíð-
ina nokkuð björtum augum, get
m.a.s. verið vongóð um að vöðva-
bólgan skáni eftir mánuð. Því tæki
samstarfsfólk mitt áreiðanlega fagn-
andi!
Síðan sagði Eysteinn að fyrst mér
hefði greinilega tekist að vinna vel
með ógnvöldunum Satúrnusi og
Mars sem eru í þverstöðu á kortinu,
hlyti þetta allt að vera á uppleið. Og
hann gat ekki betur séð en að ýmis
meiri háttar snilldarverk væru í
uppsiglingu (þessu vil ég auðvitað
endilega trúa . ..). Annars mætti
hann hundur heita. Ástfangin yrði
ég að öllum líkindum alveg fram á
grafarbakkann. Blómaskeiðið milli
fertugs og sjötugs og hann tók af
mér loforð um að ég byði honum í
sjötugsafmælið mitt, yrðum við
bæði ofar moldu. Það yrði eitt alls-
herjar húllumhæ! Af skiljanlegum
ástæðum fjölyrði ég ekki um veiku
hliðarnar, eins og þá allt að því sjúk-
legu áráttu mína að sanka að mér
alheimsbömmerunum, lifa mig inn í
vandamál annarra, kyssa á hvert
meidd og hrynja svo niður sjálf. . .
BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÓS
veitir eftirtalda þjónustu:
tjöruþvott, djúphreinsun teppa
og sœta, mótorþvott, mössum
bónum og límum ó rendur.
Opið virka daga kl. 8—19.
Opið laugardaga kl.
10-16.
Bón- og þvottastööin Ós, Langholtsvegi 109 Sími 688177
Foreldrar!
Komið með börnin í mat
til okkar á sunnudögum
og sparið!
Öll börn 12 ára og yngri
sem koma með foreldr-
um sínum fá:
hamborgara m/fronskum eða '/2 rett
dagsins -t sleikjo.
Munið góða barnahornið.
EFTIRMINNILEG DVÖL VID GARDAVATN
ÞRIÁR VIKUR í HREINASTA MUNADW
----------------------
Nú kynnir Farandi feröir til Gardavatns á Italíu.
Viö bjóöum þér aö búa í þrjár Ijúfar vikur á Hótel
Montefiori í Gardone, litlu þorpi við vatnið.
Hótelið er ekkert venjulegt gistihús, heldur
þrjár villur, mitt í garöi þar sem pálmatré og
annar hitabeltisgróður eru í fullum skrúða allt
árið. Loftslagið er milt og temprað, þeir sem
þola illa breyskjuhitann við Miðjarðarhafs-
ströndina njóta dvalarinnar við Gardavatnið.
Fjölbreyttar skoðunarferðir eru í boði:
Til Verona, Feneyja, Flórens, Mantova og upp i Dolomítafjöllin.
Einnig er spennandi að kynnast vínkjöflurum Francia Corta, þar sem hvítvín,
rauðvín og einstakur .spumante' eiga uppruna sinn.
Eigendurnir leyfa gestum sinum fúslega að smakka og bjóða upp á
glæsilegan málsverð.
Starfsfólk Faranda veitir fúslega allar nánari
upplýsingar um feröir til Gardone. Við getum
líka pantað fyrir þig miða á tónleika, ballett og
óperur sem fluttar eru á leikvanginum (l’Arena)
í Verona.
Þriggja vikna ferðir, brottfarir: 19. júní, 10. júlí
og 3. september.
Ífaiandí
Verð er miðað við tvíbýli með morgunmat, flug
Vesturgótu 5. simi 17445
HELGARPÓSTURINN 19