Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 31
LISTAPÓSTURINN Erla B. Skúladóttir: „Þessi vika er krafta- verkavikan, þegar allt fer aö ganga saman." Erla B. Skúladóttir í sínu fyrsta hlutverki: „Oft veriö á nippinu aö gefast upp“ Leikur móðurina í Blóðbrædrum eftir Willy Russel sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir um helgina „Þetta er spennandi en erfitt hlut- uerk" segir Erla B. Skúladóttir sem leikur módurina Jónu, eitt aðalhlut- verkanna í leikritinu Blóðbrœður sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir nk. laugardag. ,,Leikritið gerist á 25 árum, og ég eldist á sviðinu sem því nemur. Par að auki er stór hiluti verksins sunginn, sem er ný reynsla fyrir mig á sviði," segir Erla enn- fremur viö HP. Leikritið Blóðbrœður er eftir Bret- ann Willy Russell sem einna þekkt- astur er fyrir leikritið Educating Rita sem hann síðar umskrifaði fyrir kvikmynd sem síðar varð fræg með Michael Caine og Julie Walters í aðalhlutverkum. Blóðbræður segir frá tvíburunum Mikka og Edda sem alast upp sitt í hvoru lagi, þar sem móðirin gefur Edda frá sér við fæð- ingu. Hann elst upp í allsnægtum en Mikki og systkini þeirra við sult og seyru hjá móðurinni sem er einstæð með sex börn. Enginn veit um skyldleika bræðranna nema móðir- in og stjúpmóðirin. Eddi og Mikki verða hins vegar leikfélagar, síðar vinir og fóstbræður og ástfangnir af sömu stúlkunni. í gegnum leikinn gengur trú og hjátrú. 1 leikskrá segir að Blóðbræður sé lífsglaður sorgar- leikur, hressilegur og margbrotinn, kraftmikill og tímabær. Það er mikil og flókin tónlist í verkinu eftir höf- und sjálfan. Roar Kvam stjórnar hljómsveit og fjögurra manna kór. Tónlistin er frá ýmsu skeiði, swing, djass, rokk og rólegar ballöður. Hlutverk Erlu B. Skúladóttur er hið langstærsta á ferli hennar. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla ís- lands 1982 en hélt síðan til Parísar þar sem hún stundaði framhalds- nám í látbragðsleik hjá Jacquis Lecoq og Ellu Jaroscewicz. Eftir að hún kom heim til íslands hefur hún leikið í Jóhönnu frá Örk í uppsetn- ingu Nemendaleikhússins og í Svöl- unum eftir Genet og Þórdísi þjófa- móður eftir Böðvar Guðmundsson, en þau verk voru einnig sýnd hjá Nemendaleikhúsinu. Þá lék Erla hlutverk Karínar í uppsetningu Al- þýðuleikhússins á verki Fassbind- ers, Beisk tár Petru von Kant. Erla hefur áður starfað með Leikfélagi Akureyrar, lék bæði í Jólaævintýri eftir Dickens og Siifurtúnglinu eftir Halldór Laxness. Rödd Erlu hefur einnig heyrst í ýmsum útvarpsleik- ritum. Um hlutverk móðurinnar í Blóð- bræðrum segir Erla B. Skúladóttir: „Þetta er kona með stórt hjarta. Hún er líkt og tré sem svignar, en brotnar ekki og reisir sig við aftur. Hún lendir í miklu basli. Fæðir átta börn og karlinn hennar stingur af frá henni. Og hún Iifir alltaf við það samviskubit að hafa gefið frá sér barn. Þessi kona á alla mína samúð." Um leikritið almennt segir Erla: „Það sem gerir Blóðbræður að skemmtilegu verki, er að það slær á svo marga strengi tilfinninga." Og um hinn fræga frumsýningar- skrekk: „Taugarnar eru misgóðar. Maður hefur náttúrulega oft verið á nippinu að gefast upp, spurt sjálfan sig hvern andskotann maður sé að gera í þessu aðalhlutverki. En þessi síðasta vika fyrir frumsýningu er kraftaverkavikan, þegar allt fer að ganga saman. Þetta eru dagarnir þegar holdið fer að komast utan á beinin." Bræðurna Mikka og Edda leika þeir Ellert A. Ingimundarson og Barði Guðmundsson. í öðrum hlutverkum eru Práinn Karlsson, Sunna Borg, Theódór Júlíusson, Pétur Eggertz og Vilborg Halldórs- dóttir. Leikstjóri er Páll Baldvin Baldvinsson, þýðandi verksins er Magnús Pór Jónsson (Megas), leik- mynd er eftir Gylfa Gíslason og bún- ingar gerðir af Ereygerði Magnús- dóttur. Lýsingu annast Ingvar Björnsson. Aðstoðarleikstjóri er Teódór Júlíusson. -im Eyjólfur Einarsson opnar sýningu á Akureyri: „Á kafi í vatnslitum“ „Ég hef eingöngu fengist við vatnsliti frá áramótum," segir Eyjólf- ur Einarsson, listmálari en hann opnar sýningu á 20 vatnslitamynd- um í Gamla Lundi á Akureyri laug- ardaginn 22. mars og stendur sýn- ingin til 31. mars. Eyjólfur, sem þekktastur er fyrir olíu- og akrýlmyndir, segist vera al- veg á kafi í vatnslitum þessa dag- ana. Hann hélt síðast sýningu 1978 á Akureyri í Gallerí Háhól en býr og starfar að myndlist í Reykjavík að öllu jöfnu. Sýning Eyjólfs verður op- in alla daga frá kl. 14-19. Eyjólfur Einarsson myndlistamaður sýnir 20 vatnslitamyndir í Gamla Lundi á Akur- eyri. KVIKMYNDIR Saga sem blómstrar Regnboginn, Trú, von og Kœrleikur (Tro háb og Kœrlighed): ★★★★ Dönsk, árgerð 1985. Leikstjórn: Bille August. Handrit: Bille August og Bjarne Reuter. Kvikmyndun: Jan Weincke. Tónlist: Bo Holten. Aðalleikarar: Adam Tansberg, Lars Simonsen, Camilla Soeberg og Ulrikke Juul Bondo. Dönsku leikstjórarnir Bille August og Nils Malmros eru sér á báti í evrópskri kvik- myndagerð. A undanförnum árum hefur þeim tekist að gera úrvals unglingamyndir sem einkennast af einstaklega sterkri næmni fyrir þeim hræringum sem eru að gerast í hugarheimi mannsins á þessum furðulegu árum í lífi hans. „Skilningstréð" og „Dísin og Drekinn" eftir Malmros, „Zappa" og nú síðast „Trú, von og kærleikur" eftir August, eru nauðsynlegt mótvægi við það innantóma rugl sem flestar bandarísku krakkavellurnar eru sem komið hafa úr þeirri áttinni upp á síðkastið. Regnboginn sýnir núna Trú, von og kær- leik eftir Bille, en árið 1983 hlaut hann ásamt Bjarne Reuter, einum vinsælasta unglinga- bókahöfundi Dana, mikið lof fyrir kvik- myndina Zappa. Hér heima var hún til dæm- is á lista yfir fimm bestu myndir ársins 1984 hjá langflestum gagnrýnendum blaðanna, til dæmis í öðru sæti hjá HP á eftir „Fanny og Alexander" Bergmans. í þessari nýju mynd taka þeir upp þráðinn að nýju og fylgja nú aðalsöguhetjunni úr Zappa, Birni, og því sem fyrir hann kemur tveimur árum seinna, árið 1964, á sextánda ári. Úr Zappa hittum við aftur Kirsten og kynnumst nánar ung- mennunum tveimur, Erik, sem er besti vinur Björns og stúlkunni Önnu. Trú, von og kærleikur er þó ekki í svo mikl- um tengslum við Zappa að ekki megi líta á hana sem sjálfstætt verk. Það er hún og það „Frásagnarmátinn er hlýlegur. Manneskjan er í fyrirrúmi. Og sá frumkraftur sem ástin er, kemst innilega til skila," segir Sigmund- ur Ernir m.a. í umsögn sinni um nýjustu unglingamynd danska leikstjórans Bille August. Hér að ofan sjást Camilla Seeberg og Adam Tonsberg í hlutverkum önnu og Björns. eftir Sigmund Erni Rúnarsson sem meira er; sennilega fyllra og enn magn- aðra verk en Zappa var og fór þar þó fyrsta flokks kvikmynd. Þetta gerist afskaplega sjaldan með framhaldsmyndir og fer þar að sjálfsögðu enn annar vitnisburður um það hvað August er þroskaður og metnaðargjarn listamaður í grein sinni. Sem fyrr leggur hann megináhersluna á að segja frá því hvernig krakkarnir mæta raunveruleikanum af alvöru og án þess að flissa eða snúa samtöl- unum upp i vangaveltur um miðhlutann á sér. Frásagnarmátinn er hlýlegur, framsetning- in einlæg. Manneskjan er í fyrirrúmi. Og sá frumkraftur sem ástin er, kemst innilega til skila. Einnig örvæntingin, óvissan og gremj- an yfir því hlutskipti að vera annaðhvort of ungur eða of gamall til þess að maður fái að gera hlutina. Trú, von og kærleikur er mjög margbrotin mynd hvað söguna snertir og svo þétt að myndin blómstrar eftir á í hugum áhorfandans. Þetta hefði þó aldrei komist til skila ef ekki hefði notið jafn hæfileikaríkra unglinga og eru í meginrullunum og svo hinna lærðu í fullorðinshlutverkunum. Sá þáttur ásamt frábærri umgjörð; nosturlega unnum búningum og kostulegri leikmynd, gera Trú, von og kærleik að einni bestu ungl- ingasögu sem sett hefur verið á hvíta tjaldið. HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.