Helgarpósturinn - 20.03.1986, Side 38
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
eftir Sigfinn Schiöth
Föstudagurinn 21. mars
19.15 Á döfinni.
19.25 Brúðuleikur. Helga Steffens og Sigga
Hannesar skrfkja á bak við tjöld með
tuskur á fingrunum. Endursýnt til
vonar og vara. . .
19.40 Björninn og refurinn. Grrrrr. . .
19.50 Táknmálið.
20.00 Veðrið (og fréttir kannski).
20.30 Auglýsingar. Og varalitað þulubros
með silkiáferð.
20.40 Unglingarnir í regnskógabeltinu.
Sonus Gustafae lyftir brúnum.
21.10 Þingsjá. Helgi E. Helga líka.
21.25 Kastljós. Sonja Bé fjallar og fjallar.
22.00 Det Alte. Fyrsti þáttur nýs flokks um
Derrick á efri árum eða því sem næst
og þó all fjarri, því hér er um allt annað
dítektív að ræða, en þýskan . . . ich
glaube. . .
22.55 Seinni fréttir (Seinni en hinar skilj-
iði. . .)
23.00 Miðja heimsins (Le milieu du monde)
★★★ Frönsk-svissnesk bíómynd frá
1974 undir stjórn Alain Tanners. Aðal-
leikarar Olivia Carlisi, Philippe
Léotard, Juliet Berto og Jacques
Denis. í miðri kosningabaráttu hrífst
ungur frambjóðandi f Sviss af ítalskri
alþýðustúlku og hættir með því
stjórnmálaframa sínum. Vel skrifuð
og hugljúf saga með góðum leik, ró-
legri en hnitmiðaðri leikstjórn. Tanner
eins og hann gerist hvað þýðastur!
00.30 Dagskrárlok ef Guð lofar.
Laugardagurinn
22. mars
16.00 Bjarni Felixson í umsjón enska fót-
boltans og reyndar alls annars sem -
rúllar!
19.25 Búrabyggð í þýðingu Guðna Kol-
beinssonar.
19.50 Fróttaútbrot á fingrinum.
20.00 Fréttaáblástur á vörunum.
20.25 Auglýsingar og þula.
20.35 Frjálsaðferð — íslenski Pan-hópur-
inn leikur listir sfnar, nei, nei; fyrir-
gefiöi... islandsmeistarakeppni í
diskódanski. Úrslit íTónabæ án leðurs
eða svipa, enda ekki svipur hjá
sjón.. .
21.20 Glettur Flosa Ólafssonar, þessa unga
og bráðefnilega leikara sem útskrifað-
ist úr Leiklistarskólanum fyrir fáum ár-
um (til þess að gera). Flosi hneggjar
eitthvað og geggjast í kortór.
21.45 Dagbókin hans Dadda. Fyrsti þáttur
bresks myndaflokks í sjö hlutum eftir
samnefndri metsölubók Sue Towns-
end. Flokkurinn lýsir heimilislífi 14 ára
drengs, skóla og framtíðardraumum
eins og hann upplifir þá. Sætt efni,
kristilegt og krassandi.
22.15 Monsjör Kíkóti (Monsignor Quixote).
Ný bresk sjónvarpsmynd gerð eftir
samnefndri skáldsögu Graham
Greene þar sem hann færir ævintýri
Kíkóta og Panza fram um nokkrar ald-
ir. Makalaust skemmtilega skrifuð
saga sem ku hér komast vel til skila í
höndum ekki ófrægari leikara en Alec
Guinnes og Leo McKern, en leikstjóri
er Rodney Bennett.
00.20 Góða nótt, en muniði bara: Slökkviöi
nú á öllum kertum fyrir svefninn.
Manni líður alltaf betur svoleiðis upp
á framtíðina að gera!
Sunnudagurinn
23. mars
14.00 Hreint ekki amaleg gamanópera eftir
Amadeus.
17.15 Sunnudagshugsvæfa.
17.25 Feim. Bandariskur endaleysuþáttur
án innihalds.
18.15 Stundin okkar á barnsaldri og yfir.
18.45 Spurningakeppni framhaldsskól-
anna. Nemendur FS og MS leiða sam-
an draghaltar hryssur sínar.
19.20 Hléið okkar.
19.50 Tákn...
20.00 Málið.
20.25 Bíla- og húðkrems-auglýsingar.
20.55 Sjónvarp næstu viku. Gunna Skúla
sýnir fram á páska dagskrána og
kemst við.
20.35 „Diddúladderí!" — Brot úr skemmtan
íslensku hljómsveitarinnar á öskudag-
inn. Diddú og Laddi djöflast með
Gvendi Emils og félögum.
21.30 Jesús frá Nasaret. Bresk-ítölsk sjón-
varpsmynd í fjórum hlutum í leikstjórn
Franco Zeffirelli. Tónlist: Maurice
Jarre. Aðalleikarar: Robert Powell,
Anne Bancroft, Ernest Borgnine,
Valentina Cortese, James Farentino,
James Earl Jones, Stacy Keach, Tony
Lo Bianco, James Mason, Tan
McShane, „Bessi Bjarnason",
Laurence Olivier, Donald Pleasence,
Ralph Richardsson, Christopher
Plummer, Anthony Quinn, Fernando
Rey, Rod Steiger, „Róbert Arnfinns-
son", Peter Ustinov, Michael Vork og
Olivia Hussey. Myndin er um fæðingu
Jesú, líf hans, dauða og upprisu.
23.10 Dagskrárlokum í Jesú nafni, amen.
©
Fimmtudagskvöldið
20. mars
19.00 Fréttir.
19.50 Sigurður G. Tómasson getur ekki
lengur oröa bundist.
20.00 Sveinn Einarsson ekki heldur.
20.30 Jónfóníumúlinn í Háskólabíóinu.
21.10 Cesar Vallejo. Þáttur um það per-
úska skáld.
21.40 Hamrahlíðarkórinn svo hár og fag-
ur. . .
22.20 Passíubögurnar.
22.30 Fimmtudagsumræðan — Unga fólk-
ið og fíkniefnin. Ekki beint frumlegt
umræðuefni. . ., en þarft.
23.30 Kammó-tónleikar. Feikilega, að sögn.
24.00 Þulur í dagskrárlok.
*
Eg mœli meö
Rás 1 föstudagurinn 21. mars
klukkan 11.10: Skáldsagan „Sorg
undir sjóngleri". Síra Gönnsó Bjöss
ekkasýgur þýðingu sína, yfirbug-
aður af harmi.
Föstudagurinn
21. mars
07.00 Bæn.
07.15 Vakt.
09.05 Börn.
09.45 Þing.
10.40 „Sögusteinn" Haraldur Ingi Haralds-
son segir nokkur orð viö hljóðnem-
ann.
11.10 Skáldsagan ,,Sorg undir sjón-
gleri" Síra Gönnsó Bjöss ekka-
sýgur þýðingu sína, yfirbugaður
af harmi.
11.30 Þungir morguntónleikar við hæfi.
12.20 Frétt.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Sveiflur. S.P. Erlendsson setur
nokkra notalega tóna á fóninn.
16.20 Síðdegisdrunginn.
17.00 Helgarútvarp barnanna. Vernharður
Linnet sussar á skarann milli
skamma.
17.40 Úr atvinnulífinu — ef eitthvað er...
19.00 Fréttirnar.
19.45 Þingmál. Ei Ar Halldórsson slær í
bjölluna.
19.55 Daglegt mál. örn Ólafsson spekúlerar
upphátt.
20.00 Lög yngra fólksins (samanber eldri
borgarar).
20.40 Kvöldvaka (samanber fastasvefn).
21.30 Atli Heimir.
22.20 Kvöldtónleikar. Úggasagga.
23.00 Heyrðu mig — eitt orð. Kolla Halldórs
fitlar við hljóðnemann þannig að til
heyrist.. . 543-áq. . .
00.05 Djassþáttur. Jón Múli slær taktinn á
lær sér...
01.00 .. .en fer hér út af lagi, svo slökkva
verður á samanlögðu ríkisútvarpi
landsmanna.
Laugardagurinn
22. mars
07.00 Góðan dag!
07.30 íslenskir kórar og sólósöngvarar opna
gúlann.
09.30 Óskalög sjúklinga. ,,Sjúklega góð-
ur þáttur", segja mér læknar!
11.00 Heimshorn.
12.20 Fréttir.
13.50 Hór og nú og hvergi annarstaðar og
þó víðar væri leitaö fanga frá föngum
til fanga.
15.00 Miðdegistónleikar. Jééé, nú er ég sko
alveg Bithóven.
15.50 islenskt mál. Jón Aðalsteinn Jóns-
son beyglar tunguna upp í sér.
16.20 Listagrip.
17.00 „Árni í Hraunkoti".
17.30 Tónlist eftir Jórunni Viðar.
19.00 Engar fréttir qru góðar fréttir.
19.35 „Sama og þegið".
20.00 Nikkan þanin.
20.30 Kvöld á Siglufirði. Jónas Jónasson
kveikir á nokkrum merkikertum stað-
arins í báða enda.
21.20 Vísnakvöld. Gísli Helga á útblæstrin-
um.
22.30 Bréf frá Danmörku. Gluggabréf
kannski.
00.05 Miðnæturtónleikar Jóns Arnar
Marinós.
01.00 Búið í bili.
Sunnudagurinn
23. mars
08.00 Morgunandakt.
08.35 Létt morgunlög.
09.05 Morguntónleikar.
10.25 Passíusálmarnir og þjóöin.
11.00 Messa í Háteigskirkju. Boðið verður
upp á oblátu og vín aö hætti hússins.
12.20 Fréttir. Og tilkynningar.
13.30 Einararnir Már og Kárason gera gys að
landi og þjóð. Endurflutt.
14.30 Miðdegistónleikar.
15.10 Bjarni Sveinsson verslm. í Austur-
stræti. Efni um hann.
16.20 Vísindi og fræði.
17.00 Síðdegistónleikar.
19.00 Fróttin stóra.
19.35 Erindi.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóð Et Lag.
21.30 Útvarpssagan.
22.20 íþróttir.
22.40 Svipir.
23.20 Kvöldtónleikar.
00.05 Milli svefns og vöku.
00.55 ZZZzzzzzzhh.
m
Fimmtudagskvöldið
20. mars
20.00 Óskalagaþáttur símhringjenda.
21.00 Maður er nefndur. ..
22.00 Svavar Gestagangur.
23.00 Þrautakóngur. Nýr spurningaþáttur
um allt milli himins og jarðar þar sem
tveir menn keppa við hvorn annan og
annar vinnur sennilega.
24.00 Suðið.
Föstudagurinn
21. mars
10.00 Morgunþáttur. Páll og Ásgeir spyrna
í ístöðin í eyrum landsmanna.
12.00 Hléið okkar.
14.00 Valdís Gunnars fær fólk til að fíla
föstudaginn.
16.00 Jón Ólafsson fær fólk til að fíla sjólf-
an sig.
18.00 Suð.
20.00 Hljóðdósin.
21.00 Dansrásin.
22.00 Rokkrásin.
23.00 Á næturvakt.
03.00 í stimpilklukkunni.
Laugardagurinn
22. mars
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Lukkudagur til lauga. Til dæmis
Sundhaliarinnar.
16.00 Listapopp. Popp af útlenskum listum.
17.00 Hringborðið.
18.00 Línur. Heiðbjört Jóhanns að skýr-
ast.
21.00 Milli stríða. Jón Gröndal byrgir sig
upp.
22.00 Forskalning. Þáttur um þyngstarokk.
23.00 Svifflugur. Farið að svífa á menn.
24.00 Næturvakt. . .
03.00 . . .lokið.
Sunnudagurinn
23. mars
13.30 Salt í samtíöina.
15.00 Dæmalaus þáttur.
16.00 Vesældarlistinn.
18.00 Vesældarsuöið.
Svæðisútvarp virka daga
17.03-18.00 Reykjavík og nágrenni — FM
90,1 MHz.
17.03-18.30 Akureyri og nágrenni — FM
96,5 MHz.
UTVARP
Hagsmunamál
Moggans
eftir Friðrik Þór Guðmundsson
lesenda
Ég hygg að lestur útvarpsins á úrdráttum
úr forystugreinum dagblaðanna mælist
misjafnlega fyrir í þjóðfélaginu. Skiptar
skoðanir eru um gildi þess að blöðin, sem
öll eru pólitískar málpípur, fái að notfæra
sér þennan vettvang til að koma sínum
hjartfólgnustu skoðunum á framfæri. Sjálf-
ur er ég ekki í vafa um að lestur þessi eigi
rétt á sér.
A dagblaðamarkaðinum hafa hægri
blöðin ótvíræða yfirburði. Flest heimili
landsmanna kaupa að minnsta kosti tvö
dagblöð og þá í yfirgnæfandi mæli Morg-
unblaðið og Dagblaðið. Tíminn og Þjóðvilj-
inn ná til sirka fimmta hvers manns, Dagur
er svæðabundinn og varla þarf að fjölyrða
um Alþýðublaðið (nema hvað mánaðar-
lega er því dreift ókeypis um Stór-Reykja-
víkursvæðið og þá er innihaldið að mestu
auglýsingatengd viðtöl!).
Því má segja að viðhorf pólitískra afla
berist landsmönnum einkum frá hægri
væng stjórnmálanna, þ.e. frá Sjálfstæðis-
flokknum. Þetta eru sjálfstæðismenn vita-
skuld afskaplega ánægðir með og vilja enn
meiri yfirburði, ætla sér stóra hluti í fram-
38 HELGARPOSTURINN
tíðinni. Hundrað og eitthvað síður af
Mogga og nokkrir tugir síðna af DV á nán-
ast hverju heimili í dag, útvarpsstöðvar og
sjónvarpsstöðvar á morgun.
Og það eru einmitt sömu öfl sem helst
stinga upp á því að Ríkisútvarpið leggi
niður leiðaralesturinn og leggi af styrki til
blaðaútgáfu úr ríkissjóði.
Ekki veit ég hversu mikil hlustunin er á
leiðaralestrinum, en þó hygg ég að hún sé
lúmskt mikil, að minnsta kosti verð ég ekki
var við annað. Þannig rekst maður iðulega
á fólk sem kynnist viðhorfum vinstri flokka
nær eingöngu í gegnum þennan útvarps-
lestur. Þannig er það til dæmis með Al-
þýðuflokkinn, málgagn hans Alþýðublaðið
nær nánast eingöngu til dyggustu stuðn-
ingsmanna og er sama og hvergi hægt að
kaupa í lausasölu. Fáir kratar neita því
enda að ein helsta röksemdin fyrir því að
blaðið sé gefið út er að leiðarinn er lesinn
í útvarpinu. Þjóðviljinn og Tíminn ná Jil
fleiri lesenda, en mikilvægi leiðaralesturs-
ins er útgefendum þeirra þó ákaflega mikil-
vægur.
Og er þá bara spurning hvort útvarps-
hlustendur kæri sig á annað borð um að j
kynnast viðhorfum útgefenda þessara
blaða, þó ekki væri nema endrum og eins.
Auðvitað eru allir sammála um að það sé
öllum mönnum nauðsynlegt að kynnast
báðum/öllum hliðum umdeildra mála.
Fæstir hafa hinsvegar efni á því að vera
áskrifendur að öllum dagblöðunum. Það
má því heita að það sé einmitt brýnt hags-
munamál fyrir hina fjölmörgu landsmenn
sem einkum lesa Moggann og DV að geta
eftir morgunkaffið kveikt á útvarpinu til að
hlýða á andstæðar skoðanir!
SJÓNVARP
Talaö ofan í
Það er sennilega bezt að byrja strax á því
að taka fram, að Stefán Jóhann Stefánsson
fréttaritari útvarpsins í Svíþjóð stóð sig
með mikilli prýði í beinni útsendingu frá
minningarathöfninni um Olof Palme í ráð-
húsinu í Stokkhólmi. Stefán hafði augljós-
lega kynnt sér vel dagskrána og undirbúið
sig með því að vitna til gamalla ummæla
Palmes, sem áttu vel við á þessari drama-
tísku stundu.
Hins vegar kom í Ijós í þessari útsend-
ingu beint um gervihnött að vísasti vegur-
inn til þess að eyðileggja sitthvað í útsend-
ingu af þessu tæi er að taka „ofan í“ talað
mál. Þannig reyndi Stefán að þýða ræður
þeirra manna og kvenna, sem fluttar voru
við athöfnina. Hann hafði auðheyrilega
ekki textann við höndina og því tókst hon-
um ekki að þýða nema svona sjöunda
hverja setningu. Og þetta hafði í för með
sér, að áhorfandinn missti meira og minna
af ræðunum. Og þar með mikilvægasta
þætti minningarathafnarinnar.
Beinar útsendingar sjónvarpsins eru enn
á bernskuskeiði og því gæti verið lærdóms-
ríkt fyrir ráðamenn Ríkisútvarpsins að
velta þessu máli fyrir sér. Á það að vera
stefna sjónvarpsins að þýða jafnharðan tal-
að mál í beinum útsendingum eða ekki?
Mér skilst að Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra sé á þeirri skoðun að
það beri að þýða allt erlent efni, t.d. knatt-
spyrnulýsingar. Slíkt væri fásinna. En
minningarathöfnin um Palme er verðugra
umhugsunarefni. Við hana voru talaðar
enska og sænska. Lunginn af íslendingum
skilur ensku og sænskan getur ekki vafizt
fyrir mörgum. Og vefjist hún fyrir einhverj-
um, þá þori ég að fullyrða að langflestir
hafi skilið a.m.k. fimmtu hverja setningu,
eða nánast jafnmikið og Stefán Jóhann
náði að þýða.
Fyrir þá sem skilja þessi tungumál fór því
miður alltof stór hluti hins talaða máls fyrir
ofan garð og neðan. Til viðbótar má jafn-
framt skjóta að þeirri fullvissu minni, að
þeir sem fylgdust með athöfninni hafi ein-
mitt verið það fólk, sem skilur ensku og
sænsku. En hvort sem svo hefur verið eða
ekki fóru allar ræðurnar í vaskinn.
Það sem ég er í rauninni að segja er það,
að sum atriði í beinum útsendingum verða
aldrei þýdd sómasamlega. Þá liggur í aug-
um uppi að með því að láta íslenzkan þul
lesa undir þá slitnar á vissan hátt þetta
beina samband áhorfandans við þann at-
burð, sem er að gerast á sama augnabliki.
Við sitjum uppi með millilið sem sker á
þetta beina samband við umheiminn, sem
sjónvarpið getur nú boðið okkur upp á.
Hinum lifandi atburði er beint í farveg
flatneskjunnar. En það má svo vel vera, að
tæknin gefi okkur möguleika á því að
heyra útlenzkuna, ef íslenzka talið er nógu
lágt? Með núverandi fyrirkomulagi verður
maður skitsófren.
Ef við ætlum að taka þátt í samfélagi
þjóðanna verður að standa öðru vísi að
þessum beinu útsendingum. Rétt er að
taka fram, að hér er ég fyrst og fremst að
tala um þann óþarfa að þýða ensku og
Norðurlandamálin (að undanskilinni
finnsku).
En þrátt fyrir allt og allt, þá á sjónvarpið
þakkir skildar fyrir að senda minningar-
athöfnina um þann merka stjórnmála-
mann Olof Palme beint.