Helgarpósturinn - 23.07.1987, Síða 7
eftir Garðar Sverrisson
Helgarpósturinrt greindi frá því í
sídustu viku ad um midjan maí 1983
heföi forseti Islands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, verid farin ad huga al-
vartega aö myndun utanþings-
stjórnar ef ekki tœkist aö mynda
þingrœöisstjórn fyrir lok mánaöar-
ins. Stjórnmálamenn heföu hins
vegar oröiö fyrri til og tekist aö
mynda ríkisstjórn t tœka tíö.
Það sem athygli vakti í þessu sam-
bandi var að þegar þetta kom til tals
voru einungis 3 vikur liðnar frá kjör-
degi. í sögulegu ljósi eru það mikil
tíðindi að utanþingsstjórn skuli hafa
komið til álita svo skömmu eftir
þingkosningar. í þessu sambandi
minntum við á þá hörðu gagnrýni
sem Sveinn Björnsson forseti varð
fyrir árið 1950 þegar hann, eftir 4
mánaða stjórnarkreppu, fór að
huga að myndun utanþingsstjórnar.
En af því tilefni sagði Ólafur Thors,
formaður stærsta stjórnmálaflokks-
ins: „Ég vil fá að hugsa mig um
tvisvar sinnum hvort ég kem inn um
dyrnar á þingsalnum ef hér kemur
utanþingsstjórn."
í Helgarpóstinum greindum við
frá því að þessi hugmynd um utan-
þingsstjórn hefði farið mjög leynt.
Auk ráðgjafa forsetans virðast að-
eins örfáir ráðamenn, embættis- og
stjórnmálamenn, hafa vitað að þessi
hugmynd var í gangi.
Helgarpósturinn birtir í dag viðtöl
við tvo einstaklinga sem blaðið hef-
ur ástæðu til að ætla að þekki at-
burðarás stjórnarmyndunartilrauna í
maí 1983. Ennfremur birtist yfirlýs-
ing sem forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, óskaði eftir að blað-'
ið kæmi á framfæri.
-G.Sv.
ViGDÍS FINNBOGADÖTTIR
KOM ALDREI TIL TALS
Vegna umfjöllunar Helgar-
póstsins um forsetaembættið vill
forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, að eftirfarandi komi
fram og birtist í blaðinu:
„Það skal tekið fram að gefnu
tilefni að það kom aldrei tii tals
að mynda utanþingsstjórn í maí
1983."
STEINGRÍMUR HERMANNSSON
TÖLDUM OKKUR HAFA VIKU EÐA SVO
„Ég þori nú ekki að fara með það
hvort hún hafi beinlínis hótað því,
en það lá í loftinu," sagði Steingrím-
ur Hermannsson utanríkisráðherra
þegar Helgarpósturinn innti hann
álits á upplýsingum blaðsins þess
efnis að Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti íslands, hefði verið byrjuð að
undirbúa myndun utanþingsstjórn-
ar um miðjan maí 1983, aðeins 3
vikum eftir þingkosningar.
„Ég taldi liggja í loftinu að utan-
þingsstjórn yrði mynduð ef okkur
tækist ekki að mynda þingræðis-
stjórn. Ég hef persónulega talið
það vera mjög eðlilegt af forseta
með tilliti til þess mjög alvarlega
ástands sem var í efnahagsmálum.
Á þessum tíma var enginn með
umboðið. Það var umboðslaust í
nokkra daga og það var þá sem við
Geir Hallgrímsson komumst að nið-
urstöðu um stjórnarmyndun."
— En hvaö höföuö þiö langan
frest? Hvaö tölduö þiö ykkur þá
hafa langan frest?
„Ég man það nú ekki. Við töldum
okkur hafa eitthvað vikutíma eða
svo.“
— 77/ aö mynda þingrceöisstjórn?
„Já, við töldum það, eða til að
geta sýnt fram á það að við gætum
myndað þingræðisstjórn."
— Veist þá hverjir áttu aö stýra
utanþingsstjórn ef til kœmi?
„Maður heyrði nöfn nefnd, en ég
vil ekkert vera að nefna þau.“
-G.Sv.
JÓN SIGURÐSSON
GET EKKI NEITAÐ ÞVÍ
Um áramótin 1979/80 kom
myndun utanþingsstjórnar til tals
sem raunhæfur möguleiki. Þáver-
andi forseti íslands, Kristján Eldjárn,
hafði hug á að fá þá Jóhannes Nor-
dal og Jón Sigurðsson til að sitja í
slikri stjórn, ef til kæmi. Vorið 1983
gegndi Jón Sigurðsson, núverandi
ráðherra, embætti forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar. Helgarpósturinn
taldi sig hafa sérstaka ástæðu til að
spyrja hann hvort honum hafi verið
kunnugt um þær hugmyndir sem
uppi voru um myndun utanþings-
stjórnar í maí 1983.
„Ég get ekki neitað því,“ svaraði
Jón. „Þá eins og stundum áður voru
hugmyndir á sveimi um utanþings-
stjórn."
— Telur þá aö 1. jání hafi veriö
vendipunktur í því sambandi?
„Það liggur í augum uppi að eins
og á stóð með yfirvofandi mikilli
hækkun kaupgreiðsluvísitölu 1. júní
var sá dagur tímamörk fyrir stjórn-
armyndum, hver svo sem hún hefði
orðið."
Jón Sigurðsson vildi ekki ræða
málið frekar.
-G.Sv.
HELGARPÓSTURINN 7